Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 21:30 Ferða- og einangrunarhjúpurinn kemur í veg fyrir að Covid19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða. Vísir/Einar Á. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. Vöruhönnuður segir tækið þegar hafa sannað sig. Fyrir tæpum tveimur vikum fékk stoðtækjafyrirtækið Össur beiðni um hvort fyrirtækið gæti komið að framleiðslu á ferða- og einangrunarhjúpum sem notaðir eru við flutning á Covid19-smituðum án þess smithætta sé til staðar. Fáir slíkir hjúpar eru til hér á landi og hafði Landspítalinn pantað fleiri frá birgja erlendis en afhendingartími var óljós. Því var leitað annarra ráða en Össur hafði áður komið til hjálpar með að útvega pinna sem notaðir eru við sýnatöku vegna veirunnar. Ferða- og einangrunarhjúpur sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiddi.Vísir/Einar Á. Vel tekið í beiðni Landspítalans „Það fór bara allt af stað. Það stukku allir til. Við erum hérna lítið teymi sem að keyrum á þetta að fullu og fáum aðstoð í öllu húsinu,“ segir Lárus Gunnsteinsson, vöruhönnuður hjá Össuri. Tveimur dögum síðar hafi fyrsti hjúpurinn verið afhentur og síðan þá fleiri verið framleiddir. Eðli málsins samkvæmt þurfum lækninga- og hjúkrunarvörur að fara í gegnum margra mánaða samþykktarferli. Það hafi ekki þurft í þessu tilfelli. „Lögfræðingar beggja fyrirtækjanna, Össurar og Landspítalans þeir sömu um það og gæðaeftirlit okkar fór í gegnum það. Núna erum við að bjarga mannslífum en hins vegar, og til þess að árétta það, að þá kunnum við þetta. Það eru hlutir í þessu sem við erum með hér er betra heldur en það sem fæst og er framleitt sem lækningatæki,“ segir Lárus. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir vöru sem þessari í heiminum hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari framleiðslu. „Ég veit það ekki. Það er kannski annarra að ákveða það. Þetta er kannski ekki það sem við höfum verið í, en maður veit aldrei sína ævi,“ segir Lárus og bætir við að þótt fáir dagar séu liðnir sé þegar komin góð reynsla á hjúpnum hjá Landspítalanum. „Þessi fyrst sem við gerðum, það tók okkur fjóra daga að teikna og búa hann til og á honum byggjum við hina. Við fórum með hann á Landspítalann fyrir viku. Tókum hann svo til baka á laugardaginn. Hann leit úr fyrir að vera mikið notaður. Við erum að endurbæta hann, þannig að þetta er greinilega mikið notað,“ segir Lárus.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira