Víðir hlær og slær framboð til forseta út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 13:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, á einum af mörgum upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum. Forseti Íslands Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í sumar. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi. Víðir sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarnar vikur ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa birst landsmönnum nær daglega eftir að kórónuveiran fór hér að gera vart við sig. Framkoma Víðis hefur vakið nokkra athygli meðal landans og hefur fjöldi fólks heitið því opinberlega að hlýða tilmælum hans um að virða tveggja metra regluna og halda sig heima. Þarf Guðni ekki að vona að Víðir Reynis hafi alls engan áhuga á að vera president of Iceland #whataman— Hugi Halldórsson (@hugihall) March 3, 2020 Það að auki virðist þríeykið njóta mikils trausts meðal almennings en nýlegur Þjóðarpúls Gallups bendir til þess að 96% þjóðarinnar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til þess að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Gárungar voru ekki lengi að byrja að máta Víði við Bessastaði og nú er svo komið að stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem skorað er á hann að bjóða sig fram í fyrirhuguðum forsetakosningunum í sumar. Umrædd Facebook-síða var stofnuð síðastliðinn sunnudag. Aðspurður um það hvort að hann hafi orðið var við umrædda síðu er Víðir ekki lengi að skella upp úr. „Ég hef ekki íhugað það og mun ekki íhuga það. Ég hef nóg annað að gera og við erum með mjög góðan forseta.“ Hann segist ekki kannast við að hafa fengið óskir um forsetaframboð og sér ekki fyrir sér að endurskoða þessa afstöðu sína í náinni framtíð. „Ég er bara mjög ánægður með þann sem við höfum og engin ástæða til þess að fara að skipta um forseta. Og hvað þá að ég fari í það, það er ekki vit í því.“ Íslendingar eru svo drulluaeinfaldir að það eina sem þarf til að vera tekinn í guðatölu er að vera í sjónarpinu nokkra daga í röð. Guðni var kosinn út á þetta og Víðir Reynis myndi verða forseti af það væri kosið í dag.— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 13, 2020 Til að ítreka þetta enn frekar þá tekur hann fram að það sé ekkert fararsnið á honum á næstunni. „Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Ég ætla bara að vera áfram í því sem ég er að gera og maður á bara að vera í því sem maður kann, maður á ekki að vera að breyta of mikið til,“ segir Víðir léttur í bragði. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort að þessi skýru skilaboð eigi eftir að sefa kröfur dyggra stuðningsmanna. Alma verður forseti, hvort það sem er eftir fjögur ár eða átta. Hún verður það. Lofa. Lásuð það fyrst hér.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) April 6, 2020 Á meðan er spurning hvort sjónir fari þá að beinast í auknum mæli að Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem hafa ekki síður notið stuðnings almennings. Hvert af þríeykinu myndir þú kjósa sem forseta?— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) April 7, 2020 Hvað sem því líður þá hafa frambjóðendur til forseta frest fram til 23. maí til að skila inn undirskriftum meðmælenda og öðrum tilskyldum gögnum.
Forseti Íslands Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning