Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 15:00 Trump ræðir við Vladimir Pútín í síma þann 28. janúar 2017. Með honum í herberginu eru Reince Priebus þáverandi starfsmannastjóri, Mike Pence, varaforseti, Steve Bannon, þáverandi ráðgjafi, Sean Spicer, þáverandi talsmaður, og Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi. EPA/MICHAEL REYNOLDS Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. Sagan sem þeir vilja skrifa er að Flynn hafi ekki framið glæpinn sem hann játaði minnst tvisvar sinnum að hafa framið, heldur komu óheiðarlegir embættismenn ríkisstjórnar Barack Obama sök á hann. Dómsmálaráðuneytið, undir stjórn William Barr sem hefur lengi verið sakaður um að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins og haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra, hefur lagt til að málið gegn Flynn verði lagt niður. Allt er þetta liður í viðleitni Trump og bandamanna hans til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu og niðurstöðum hennar. Viðleitni þessi nýtur fulls stuðnings fjölmiðla eins og Fox News. Nú í dag kallaði Trump eftir því að Obama yrði kallaður fyrir þingnefnd til að svara fyrir sig. Á undanförnum dögum hefur forsetinn haldið því fram að forveri sinn hafi framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“, án þess þó að geta nefnt hvaða glæp hann væri að tala um. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð If I were a Senator or Congressman, the first person I would call to testify about the biggest political crime and scandal in the history of the USA, by FAR, is former President Obama. He knew EVERYTHING. Do it @LindseyGrahamSC, just do it. No more Mr. Nice Guy. No more talk!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2020 Segja Flynn hafa verið leiddan í gildru Barr var nýverið spurður að því hvort Flynn hafi verið sekur um að ljúga að FBI um samskipti hans og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, enda hafi hann tvisvar sinnum játað brot sín. „Sko, þú veist, fólk játar stundum hluti sem reynast ekki vera glæpir,“ sagði Barr. Hann hélt því einnig fram að rannsakendur FBI hafi lagt gildru fyrir Flynn og í raun platað hann til að ljúga. Sama dag og Dómsmálaráðuneytið lagði til að málið gegn Flynn yrði fellt niður ræddi Trump við Pútín í síma og sagði að Rússarannsóknin væri „gabb“. Ræddi við sendiherra Rússlands um þvinganir Uppruna málsins má rekja til 29. desember 2016. Þann dag tilkynnti Barack Obama nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í nóvember það ár og tölvuárásir. Eftir þá tilkynningu ræddi Flynn við Kislyak og bað hann um tala fyrir því að Rússar svöruðu ekki í sömu mynt. Trump hafði þá verið kosinn forseti en hafði ekki tekið við embættinu. Flynn var þá orðinn þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Degi seinna tilkynnti Vladimir Pútín, forseti Rússlands, að Rússar myndu ekki svara í sömu mynt. Trump hrósaði Pútín á Twitter og sagði: „Ég vissi alltaf að hann væri snjall“. Flynn og Kislyak ræddu í kjölfarið aftur saman í síma en leyniþjónustur Bandaríkjanna hleruðu símtölin. Hann ákvað að skrá símtölin ekki hjá sér en gögn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins sem stýrði Rússarannsókninni, sýna fram á að Flynn skráði símtölin ekki af ótta við að upp kæmist að hann væri að hafa afskipti af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ákvörðun Pútín kom Obama á óvart Þegar Pútín tilkynnti að Rússar myndu ekki svara fyrir sig, kom það Obama verulega á óvart og skipaði hann leyniþjónustum Bandaríkjanna að komast að því af hverju forsetinn rússneski hefði tekið þá ákvörðun. Enn hefur ekki komið fram nákvæmlega hvað Flynn og Kislyak ræddu sín á milli og hvort þeir komust að einhvers konar samkomulagi. Því hefur þó verið haldið fram í fjölmiðlum ytra að Flynn hafi sagt að þvinganirnar yrðu felldar niður þegar Trump tæki við völdum. Dómari úrskurðaði að eftirrit af samtölum þeirra yrðu gerð opinber en Dómsmálaráðuneytið barðist gegn því og vann á endanum. Þingmenn hafa til dæmis ekki fengið aðgang að eftirritunum. Donald Trump og Sergei Kislyak í Hvíta húsinu í maí 2017.Getty/Alexander Shcherbak Starfsmenn FBI vissu þó af upptökunum. Þá hafði Flynn þegar verið til rannsóknar vegna Rússarannsókarinnar, sem sneri meðal annars að því hvort einhverjir sem komu að framboði Trump hafi aðstoðað Rússa við afskipti þeirra af kosningunum. Þann 12. janúar opinberaði blaðamaðurinn David Ignatius í grein í Washington Post að Flynn hefði rætt við Kislyak. Það var svo í kjölfar þess sem Flynn laug að Pence og Reince Priebus, sem hafði verið skipaður í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Sean Spicer, sem varð talsmaður Hvíta hússins, og sagðist ekki hafa rætt við Kislyak um viðskiptaþvinganirnar. Þær yfirlýsingar Pence leiddu til óvissu í höfuðstöðvum FBI. Meðal þess sem gerði Flynn viðkvæman gagnvart kúgun frá Rússum var að hann laug að Pence. Varaforsetinn steig svo fram opinberlega og sagði Flynn hafa sagt sér að hann hefði ekki rætt við Kislyak um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þeir vissu hins vegar að svo var ekki og þar með að Flynn laug bæði að Pence og FBI. Þá vitneskju hefðu þeir getað notað til að kúga hann. Mike Pence og Michael Flynn.EPA/JIM LO SCALZO Óttuðust að Pence væri einnig að ljúga Skjöl sýna að starfsmenn FBI óttuðust einnig að Pence væri að ljúga, því á þeim tímapunkti vissu þeir vel að Flynn hefði rætt þvinganirnar við Kislyak. Því var ákveðið að FBI skyldi komast að hinu sanna og sendi James Comey, þáverandi yfirmaður stofnunarinnar, tvo útsendara til Hvíta hússins til að ræða við Flynn. Í því viðtali laug hann að rannsakendum FBI. Í framhaldinu var Flynn svo gert að segja upp stöðu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi. Tíu mánuðum seinna, eftir að Flynn játaði fyrir dómi að hafa logið, sagði Pence í viðtali að það hafi verið rétt ákvörðun að láta hann fara. Nú virðist þó sem Pence hafi snúist hugur. I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence í nýlegu viðtali. Sjá einnig: Tækju Flynn aftur með opnum örmum Það að Dómsmálaráðuneytið hafi lagt til að málið gegn Flynn ytrðpi fellt niður þýðir þó ekki að hershöfðinginn fyrrverandi sé laus allra mála. Dómari þarf fyrst að samþykkja það. Óvissa með framhaldið Mikil óvissa er með framhaldið efttir að dómarinn Emmet G. Sullivan úrskurðaði að fyrrverandi dómarinn John Gleeson skyldi færa rök gegn tillögu ráðuneytisins. Sullivan vill einnig að kannað verði hvort Flynn hafi framið meinsæri. Flynn heldur því fram að játning hans ætti að vera felld niður. Þrátt fyrir það hefur hann játað að hafa logið minnst tvisvar sinum fyrir dómi. Hafi hann játað upprunalega að ósekju, var hann að ljúga fyrir dómi í bæði skiptin sem hann játaði aftur og er það brot á lögum útaf fyrir sig. Annað hvort laug hann að FBI eða að dómurunum tveimur. What happened to General Michael Flynn, a war hero, should never be allowed to happen to a citizen of the United States again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 30, 2020 Opinberuðu hverjir báðu um nafn Flynn Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í gær lista yfir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn Obama, sem báðu um aðgang að nafni Flynn í eftirritum af samtölum hans og Kislyka. Bandamenn Trump halda því fram að þessi embættismenn hafi svipt hulunni af Flynn og það að þau hafi beðið um að fá upplýsingar um hver hann væri sé til marks um samsærið gegn Flynn og einnig Trump. Listinn sem birtur var í gær snýr að ákveðnu ferli sem kallast „unmasking“. Þegar bandarískir ríkisborgarar eru aðilar að hleruðum samtölum leyniþjónusta Bandaríkjanna eru nöfn þeirra oftar en ekki þurrkuð út úr eftirritunum og þeim gefið nafn eins og Bandaríkjamaður 1. Meðal þeirra sem báðu um að fá að vita hver Flynn væri voru Joe Biden, varaforseti Obama, Denis McDonough, fyrrverandi starfsmannastjóri Obama, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, og James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna. Öllum reglum fylgt eftir Listinn var skrifaður af Richard Grenell, sem skipaður var sem yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, og afhentur Dómsmálaráðuneytinu og þingmönnunum Ron Johnson, Charles E. Grassley og Rand Paul. Þeir opinberuðu listann skömmu seinna. Í bréfi sem fylgdi listanum frá Grenell segir að ekki sé ljóst að allir sem hafi beðið um aðgang hafi að endingu séð nafn Flynn og sömuleiðis er ekki ljóst hvaða gögn viðkomandi voru að skoða þar sem Flynn kom við sögu en var ónafngreindur. Einhverjar beiðnir um sviptingu nafnleyndar voru framkvæmdar fyrir 29. desember þegar Flynn og Kislyak ræddu saman. „Unmasking“ er ferli sem er reglulega framkvæmt og í bréfinu frá Grenell segir einnig að öllum reglum varðandi það ferli hafi verið fylgt eftir. Til að mynda kemur fram á listanum að þáverandi sendiherra Ítalíu og annar starfsmaður sendiráðsins þar, lögðu fram beiðni um að sjá nafn Flynn í eftirriti þann 6. desember. Þeir gætu hafa verið að skoða eftirrit af samtali einhvers aðila á Ítalíu við „Bandaríkjamann 1“ og vildu komast að því um hvern væri að ræða. Vill draga Biden inn í hneyksli Trump hefur reynt að nota listann til að bendla Biden við hið meinta samsæri gegn Flynn og sér sjálfum. Forsetaframboð Biden segir þó ekkert til í þeim ásökunum. „Þessi gögn sýna einfaldlega þær áhyggjur innan ríkisstjórnar Bandaríkjanan, og þar á meðal á meðal starfsmanna leyniþjónusta, vegna skýrslna af tilraunum Michael Flynn til að grafa undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna með viðræðum við rússneska embættismenn og aðra erlenda aðila,“ hefur Washington Post eftir Andrew Bates, talsmanni Biden. Hann segir líka að listinn sýni einnig að fólkið á honum hafi ekki vitað að umræddar skýrslur frá leyniþjónustunum hafi verið um Michael Flynn. „Þessi gögn hafa ekkert með rannsókn FBI að gera og þau staðfesta að öllum reglum var fylgt eftir. Allar uppástungur um annað eru hreinar lygar.“ Heimildarmenn Washington Post segja að eftirritum af símtala Kislyak og Flynn hafi verið dreift um Hvíta húsið, án þess að nafn Flynn kom fram. Það að vita við hvern Kislyak hafi verið að tala hafi þó verið gífurlega mikilvægt til að skilja samhengi símtalanna og alvarleika málsins. Það hafi svo útskýrt af hverju Rússar brugðust ekki við þvingununum eins og búist var við. Einn viðmælandi sem þekkti til málsins sagði uppþotið í kringum þessa meintu afhjúpun Flynn vera þróaða af pólitískum ástæðum og James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði blaðamanni Washington Post að það hefði verið óeðlilegt að biðja ekki um nafn Flynn. James Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL REYNOLDS „Ef bandarískir aðilar eiga í samskiptum við réttmætt njósnaskotmark, ættum við í það minnsta að sýna smá forvitni og skilja hvað sé í gangi og hvort það ógni þjóðaröryggi,“ sagði Clapper. „Fyrir mér var þetta bara liður í því starfi mínu að greina hvort um ógn gagnvart Bandaríkjunum væri um að ræða.“ Hefðbundin aðgerð sem varð að hneyksli Eins og áður segir er „unmasking“, eins og það er kallað á ensku, hefðbundin aðgerð. Embættismenn í ríkisstjórn Trump fóru til að mynda fram á að slíkt yrði gert 16.721 sinnum árið 2018. Árið 2019 svipti NSA hulunni af rúmlega tíu þúsund bandarískum ríkisborgurum. Þó það hafi verið mun minna en árinu áður var það þó mun meira en síðasta ár Obama í embætti. Trump-liðar hafa þrátt fyrir það ítrekað talað um glæpi í þessu samhengi. Brad Parscale, framkvæmdastjóri framboðs Trumps, sagði til dæmis nýverið að Bandaríkjamenn eigi rétt á því að vita aðkomu Biden að þessu meinta samsæri gegn Flynn. Hann hélt því jafnvel fram að markmiðið með því að koma sökinni á Flynn hafi verið styrkja stoðir „Rússarannsóknargabbsins“. Það er þó ljóst að þeir sem báðu um að fá nafn Flynn, vissu ekki fyrirfram að um hann væri að ræða. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Fréttaskýringar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. Sagan sem þeir vilja skrifa er að Flynn hafi ekki framið glæpinn sem hann játaði minnst tvisvar sinnum að hafa framið, heldur komu óheiðarlegir embættismenn ríkisstjórnar Barack Obama sök á hann. Dómsmálaráðuneytið, undir stjórn William Barr sem hefur lengi verið sakaður um að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins og haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra, hefur lagt til að málið gegn Flynn verði lagt niður. Allt er þetta liður í viðleitni Trump og bandamanna hans til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu og niðurstöðum hennar. Viðleitni þessi nýtur fulls stuðnings fjölmiðla eins og Fox News. Nú í dag kallaði Trump eftir því að Obama yrði kallaður fyrir þingnefnd til að svara fyrir sig. Á undanförnum dögum hefur forsetinn haldið því fram að forveri sinn hafi framið „stærsta pólitíska glæp í sögu Bandaríkjanna“, án þess þó að geta nefnt hvaða glæp hann væri að tala um. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð If I were a Senator or Congressman, the first person I would call to testify about the biggest political crime and scandal in the history of the USA, by FAR, is former President Obama. He knew EVERYTHING. Do it @LindseyGrahamSC, just do it. No more Mr. Nice Guy. No more talk!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2020 Segja Flynn hafa verið leiddan í gildru Barr var nýverið spurður að því hvort Flynn hafi verið sekur um að ljúga að FBI um samskipti hans og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, enda hafi hann tvisvar sinnum játað brot sín. „Sko, þú veist, fólk játar stundum hluti sem reynast ekki vera glæpir,“ sagði Barr. Hann hélt því einnig fram að rannsakendur FBI hafi lagt gildru fyrir Flynn og í raun platað hann til að ljúga. Sama dag og Dómsmálaráðuneytið lagði til að málið gegn Flynn yrði fellt niður ræddi Trump við Pútín í síma og sagði að Rússarannsóknin væri „gabb“. Ræddi við sendiherra Rússlands um þvinganir Uppruna málsins má rekja til 29. desember 2016. Þann dag tilkynnti Barack Obama nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í nóvember það ár og tölvuárásir. Eftir þá tilkynningu ræddi Flynn við Kislyak og bað hann um tala fyrir því að Rússar svöruðu ekki í sömu mynt. Trump hafði þá verið kosinn forseti en hafði ekki tekið við embættinu. Flynn var þá orðinn þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Degi seinna tilkynnti Vladimir Pútín, forseti Rússlands, að Rússar myndu ekki svara í sömu mynt. Trump hrósaði Pútín á Twitter og sagði: „Ég vissi alltaf að hann væri snjall“. Flynn og Kislyak ræddu í kjölfarið aftur saman í síma en leyniþjónustur Bandaríkjanna hleruðu símtölin. Hann ákvað að skrá símtölin ekki hjá sér en gögn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins sem stýrði Rússarannsókninni, sýna fram á að Flynn skráði símtölin ekki af ótta við að upp kæmist að hann væri að hafa afskipti af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ákvörðun Pútín kom Obama á óvart Þegar Pútín tilkynnti að Rússar myndu ekki svara fyrir sig, kom það Obama verulega á óvart og skipaði hann leyniþjónustum Bandaríkjanna að komast að því af hverju forsetinn rússneski hefði tekið þá ákvörðun. Enn hefur ekki komið fram nákvæmlega hvað Flynn og Kislyak ræddu sín á milli og hvort þeir komust að einhvers konar samkomulagi. Því hefur þó verið haldið fram í fjölmiðlum ytra að Flynn hafi sagt að þvinganirnar yrðu felldar niður þegar Trump tæki við völdum. Dómari úrskurðaði að eftirrit af samtölum þeirra yrðu gerð opinber en Dómsmálaráðuneytið barðist gegn því og vann á endanum. Þingmenn hafa til dæmis ekki fengið aðgang að eftirritunum. Donald Trump og Sergei Kislyak í Hvíta húsinu í maí 2017.Getty/Alexander Shcherbak Starfsmenn FBI vissu þó af upptökunum. Þá hafði Flynn þegar verið til rannsóknar vegna Rússarannsókarinnar, sem sneri meðal annars að því hvort einhverjir sem komu að framboði Trump hafi aðstoðað Rússa við afskipti þeirra af kosningunum. Þann 12. janúar opinberaði blaðamaðurinn David Ignatius í grein í Washington Post að Flynn hefði rætt við Kislyak. Það var svo í kjölfar þess sem Flynn laug að Pence og Reince Priebus, sem hafði verið skipaður í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Sean Spicer, sem varð talsmaður Hvíta hússins, og sagðist ekki hafa rætt við Kislyak um viðskiptaþvinganirnar. Þær yfirlýsingar Pence leiddu til óvissu í höfuðstöðvum FBI. Meðal þess sem gerði Flynn viðkvæman gagnvart kúgun frá Rússum var að hann laug að Pence. Varaforsetinn steig svo fram opinberlega og sagði Flynn hafa sagt sér að hann hefði ekki rætt við Kislyak um viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Þeir vissu hins vegar að svo var ekki og þar með að Flynn laug bæði að Pence og FBI. Þá vitneskju hefðu þeir getað notað til að kúga hann. Mike Pence og Michael Flynn.EPA/JIM LO SCALZO Óttuðust að Pence væri einnig að ljúga Skjöl sýna að starfsmenn FBI óttuðust einnig að Pence væri að ljúga, því á þeim tímapunkti vissu þeir vel að Flynn hefði rætt þvinganirnar við Kislyak. Því var ákveðið að FBI skyldi komast að hinu sanna og sendi James Comey, þáverandi yfirmaður stofnunarinnar, tvo útsendara til Hvíta hússins til að ræða við Flynn. Í því viðtali laug hann að rannsakendum FBI. Í framhaldinu var Flynn svo gert að segja upp stöðu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi. Tíu mánuðum seinna, eftir að Flynn játaði fyrir dómi að hafa logið, sagði Pence í viðtali að það hafi verið rétt ákvörðun að láta hann fara. Nú virðist þó sem Pence hafi snúist hugur. I had to fire General Flynn because he lied to the Vice President and the FBI. He has pled guilty to those lies. It is a shame because his actions during the transition were lawful. There was nothing to hide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 2, 2017 „Ég tel Michael Flynn herforingja bandarískan föðurlandsvin. Fyrir mitt leyti yrði ég glaður að sjá Michael Flynn aftur,“ sagði Pence í nýlegu viðtali. Sjá einnig: Tækju Flynn aftur með opnum örmum Það að Dómsmálaráðuneytið hafi lagt til að málið gegn Flynn ytrðpi fellt niður þýðir þó ekki að hershöfðinginn fyrrverandi sé laus allra mála. Dómari þarf fyrst að samþykkja það. Óvissa með framhaldið Mikil óvissa er með framhaldið efttir að dómarinn Emmet G. Sullivan úrskurðaði að fyrrverandi dómarinn John Gleeson skyldi færa rök gegn tillögu ráðuneytisins. Sullivan vill einnig að kannað verði hvort Flynn hafi framið meinsæri. Flynn heldur því fram að játning hans ætti að vera felld niður. Þrátt fyrir það hefur hann játað að hafa logið minnst tvisvar sinum fyrir dómi. Hafi hann játað upprunalega að ósekju, var hann að ljúga fyrir dómi í bæði skiptin sem hann játaði aftur og er það brot á lögum útaf fyrir sig. Annað hvort laug hann að FBI eða að dómurunum tveimur. What happened to General Michael Flynn, a war hero, should never be allowed to happen to a citizen of the United States again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 30, 2020 Opinberuðu hverjir báðu um nafn Flynn Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í gær lista yfir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn Obama, sem báðu um aðgang að nafni Flynn í eftirritum af samtölum hans og Kislyka. Bandamenn Trump halda því fram að þessi embættismenn hafi svipt hulunni af Flynn og það að þau hafi beðið um að fá upplýsingar um hver hann væri sé til marks um samsærið gegn Flynn og einnig Trump. Listinn sem birtur var í gær snýr að ákveðnu ferli sem kallast „unmasking“. Þegar bandarískir ríkisborgarar eru aðilar að hleruðum samtölum leyniþjónusta Bandaríkjanna eru nöfn þeirra oftar en ekki þurrkuð út úr eftirritunum og þeim gefið nafn eins og Bandaríkjamaður 1. Meðal þeirra sem báðu um að fá að vita hver Flynn væri voru Joe Biden, varaforseti Obama, Denis McDonough, fyrrverandi starfsmannastjóri Obama, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, og James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna. Öllum reglum fylgt eftir Listinn var skrifaður af Richard Grenell, sem skipaður var sem yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, og afhentur Dómsmálaráðuneytinu og þingmönnunum Ron Johnson, Charles E. Grassley og Rand Paul. Þeir opinberuðu listann skömmu seinna. Í bréfi sem fylgdi listanum frá Grenell segir að ekki sé ljóst að allir sem hafi beðið um aðgang hafi að endingu séð nafn Flynn og sömuleiðis er ekki ljóst hvaða gögn viðkomandi voru að skoða þar sem Flynn kom við sögu en var ónafngreindur. Einhverjar beiðnir um sviptingu nafnleyndar voru framkvæmdar fyrir 29. desember þegar Flynn og Kislyak ræddu saman. „Unmasking“ er ferli sem er reglulega framkvæmt og í bréfinu frá Grenell segir einnig að öllum reglum varðandi það ferli hafi verið fylgt eftir. Til að mynda kemur fram á listanum að þáverandi sendiherra Ítalíu og annar starfsmaður sendiráðsins þar, lögðu fram beiðni um að sjá nafn Flynn í eftirriti þann 6. desember. Þeir gætu hafa verið að skoða eftirrit af samtali einhvers aðila á Ítalíu við „Bandaríkjamann 1“ og vildu komast að því um hvern væri að ræða. Vill draga Biden inn í hneyksli Trump hefur reynt að nota listann til að bendla Biden við hið meinta samsæri gegn Flynn og sér sjálfum. Forsetaframboð Biden segir þó ekkert til í þeim ásökunum. „Þessi gögn sýna einfaldlega þær áhyggjur innan ríkisstjórnar Bandaríkjanan, og þar á meðal á meðal starfsmanna leyniþjónusta, vegna skýrslna af tilraunum Michael Flynn til að grafa undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna með viðræðum við rússneska embættismenn og aðra erlenda aðila,“ hefur Washington Post eftir Andrew Bates, talsmanni Biden. Hann segir líka að listinn sýni einnig að fólkið á honum hafi ekki vitað að umræddar skýrslur frá leyniþjónustunum hafi verið um Michael Flynn. „Þessi gögn hafa ekkert með rannsókn FBI að gera og þau staðfesta að öllum reglum var fylgt eftir. Allar uppástungur um annað eru hreinar lygar.“ Heimildarmenn Washington Post segja að eftirritum af símtala Kislyak og Flynn hafi verið dreift um Hvíta húsið, án þess að nafn Flynn kom fram. Það að vita við hvern Kislyak hafi verið að tala hafi þó verið gífurlega mikilvægt til að skilja samhengi símtalanna og alvarleika málsins. Það hafi svo útskýrt af hverju Rússar brugðust ekki við þvingununum eins og búist var við. Einn viðmælandi sem þekkti til málsins sagði uppþotið í kringum þessa meintu afhjúpun Flynn vera þróaða af pólitískum ástæðum og James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði blaðamanni Washington Post að það hefði verið óeðlilegt að biðja ekki um nafn Flynn. James Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna.EPA/MICHAEL REYNOLDS „Ef bandarískir aðilar eiga í samskiptum við réttmætt njósnaskotmark, ættum við í það minnsta að sýna smá forvitni og skilja hvað sé í gangi og hvort það ógni þjóðaröryggi,“ sagði Clapper. „Fyrir mér var þetta bara liður í því starfi mínu að greina hvort um ógn gagnvart Bandaríkjunum væri um að ræða.“ Hefðbundin aðgerð sem varð að hneyksli Eins og áður segir er „unmasking“, eins og það er kallað á ensku, hefðbundin aðgerð. Embættismenn í ríkisstjórn Trump fóru til að mynda fram á að slíkt yrði gert 16.721 sinnum árið 2018. Árið 2019 svipti NSA hulunni af rúmlega tíu þúsund bandarískum ríkisborgurum. Þó það hafi verið mun minna en árinu áður var það þó mun meira en síðasta ár Obama í embætti. Trump-liðar hafa þrátt fyrir það ítrekað talað um glæpi í þessu samhengi. Brad Parscale, framkvæmdastjóri framboðs Trumps, sagði til dæmis nýverið að Bandaríkjamenn eigi rétt á því að vita aðkomu Biden að þessu meinta samsæri gegn Flynn. Hann hélt því jafnvel fram að markmiðið með því að koma sökinni á Flynn hafi verið styrkja stoðir „Rússarannsóknargabbsins“. Það er þó ljóst að þeir sem báðu um að fá nafn Flynn, vissu ekki fyrirfram að um hann væri að ræða.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Fréttaskýringar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent