Hugsar sig um hvort að þetta sé rétt en segist þurfa að hlýða Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 18:30 Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira