Ölli einn sá erfiðasti sem Jón mætti - Hefði getað farið lengst okkar allra Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 22:00 Vinirnir Logi Gunnarsson (t.v) og Örlygur Aron Sturluson (t.h.) eftir að Njarðvík varð Íslandsmeistari árið 1998. Jón Arnór Stefánsson valdi þá sem tvo af allra erfiðustu mótherjum sínum. Mynd/Halldór Rósmundur Jón Arnór Stefánsson segir að mögulega hefði Örlygur Aron Sturluson getað náð lengst allra íslenskra körfuboltamanna, hefði honum enst aldur til. Jón lýsti því í Sportinu í kvöld í liðinni viku hverjir hefðu verið hans erfiðustu mótherjar á ferlinum. Jón nefndi Hlyn Bæringsson og Brenton Birmingham, sem og Loga Gunnarsson sem hann sagðist hafa kviðið því að mæta þegar þeir voru yngri. Liðsfélagi Loga í Njarðvík, Ölli, var Jóni ekki síður erfiður þegar þeir mættust í yngri flokkum: „Þetta er hinn drengurinn sem ég kveið svolítið fyrir því að spila á móti. Ég dekkaði hann og hann dekkaði mig, og þarna var ég að spila upp fyrir mig. Hann poppaði strax upp í hugann núna, því mig langaði að fara alveg aftur í minniboltann, þegar ég var að byrja í þessu. Hann var svo mörgum hæðum fyrir ofan okkur hina, og virtist eiga svo auðvelt með þetta,“ sagði Jón við Rikka G. „Hann var svo ofboðslega yfirvegaður á vellinum, ofboðslega þroskaður bæði líkamlega og hvernig hann spilaði. Ölli var rosalega erfiður í yngri flokkunum, og það var synd að fá ekki að keppa á móti honum í seinni tíð. Hann varð að vera á þessum lista,“ sagði jón, en Ölli lést í byrjun ársins 2000. Jón er ekki í vafa um að hann hefði getað náð langt í körfuboltanum: „Hann hefði farið mjög langt. Hann hefði verið að spila í toppdeild í Evrópu hefðu spilin fallið þannig, og hefði mögulega getað farið lengst af okkur öllum. Ég held að það séu flestir sammála mér í því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ölli einn erfiðasti mótherji Jóns Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í kvöld Tengdar fréttir Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00 Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að mögulega hefði Örlygur Aron Sturluson getað náð lengst allra íslenskra körfuboltamanna, hefði honum enst aldur til. Jón lýsti því í Sportinu í kvöld í liðinni viku hverjir hefðu verið hans erfiðustu mótherjar á ferlinum. Jón nefndi Hlyn Bæringsson og Brenton Birmingham, sem og Loga Gunnarsson sem hann sagðist hafa kviðið því að mæta þegar þeir voru yngri. Liðsfélagi Loga í Njarðvík, Ölli, var Jóni ekki síður erfiður þegar þeir mættust í yngri flokkum: „Þetta er hinn drengurinn sem ég kveið svolítið fyrir því að spila á móti. Ég dekkaði hann og hann dekkaði mig, og þarna var ég að spila upp fyrir mig. Hann poppaði strax upp í hugann núna, því mig langaði að fara alveg aftur í minniboltann, þegar ég var að byrja í þessu. Hann var svo mörgum hæðum fyrir ofan okkur hina, og virtist eiga svo auðvelt með þetta,“ sagði Jón við Rikka G. „Hann var svo ofboðslega yfirvegaður á vellinum, ofboðslega þroskaður bæði líkamlega og hvernig hann spilaði. Ölli var rosalega erfiður í yngri flokkunum, og það var synd að fá ekki að keppa á móti honum í seinni tíð. Hann varð að vera á þessum lista,“ sagði jón, en Ölli lést í byrjun ársins 2000. Jón er ekki í vafa um að hann hefði getað náð langt í körfuboltanum: „Hann hefði farið mjög langt. Hann hefði verið að spila í toppdeild í Evrópu hefðu spilin fallið þannig, og hefði mögulega getað farið lengst af okkur öllum. Ég held að það séu flestir sammála mér í því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ölli einn erfiðasti mótherji Jóns Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í kvöld Tengdar fréttir Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00 Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00
Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00
Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00