„Þetta er mjög djúp kreppa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 20:00 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi. Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til hagræðingaraðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og útlit er fyrir að tekjur þeirra muni dragast saman um meira en helming. Skerðing starfshlutfalls starfsmanna er algengasta úrræðið sem fyrirtækin hafa gripið til. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Samtök atvinnulífsins. „Þetta í raun staðfestir bara grun okkar að staðan í íslensku atvinnulífi er grafalvarleg sem sést best í því að 90% aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa gripið til beinna ráðstafana vegna óværunnar og tekjusamdráttur næsta mánuðinn er áætlaður ríflega helmingur hjá öllum þeim sem þátt tóku í könnuninni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Um 80% fyrirtækja telja að tekjur í mars á þessu ári muni minnka samanborið við sama mánuð í fyrra.SA Um 80% forsvarsmanna fyrirtækja sem tóku þátt telja að tekjur muni minnka í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af telur stór hluti að tekjur muni minnka um meira en 75%. Um 5% telja að tekjur muni aukast og 15% telja að tekjur muni standa í stað. Að meðaltali nemur ætlaður samdráttur tæplega 55% hjá þeim sem svara könnuninni. „Þetta er mjög djúp kreppa en það sem kemur mér á óvart er á hversu misjafnan máta fyrirtæki innan okkar vébanda eru að meta tímalengd þessarar kreppu,“ segir Halldór. Þannig telja flestir að áhrifin muni vara í þrjá til fjóra mánuði eða tæp 30%. Fjórðungur telur líklegt að áhrif vari í fimm til sjö mánuði, innan við 10% telja áhrifin vara í átta til tíu mánuði, tæp 17% gera ráð fyrir allt að einu ári en 12% telja áhrif á rekstur geta varið lengur en í ár. Allur gangur er á því hversu lengi atvinnurekendur telja að ástandið muni hafa áhrif á reksturinn.SA Halldór segir erfiða stöðu fyrirtækjanna hafa beinar afleiðingar á atvinnustigið. Þegar séu samtals um fjörutíu þúsund manns, ýmist á atvinnuleysisbótum eða hlutaatvinnuleysisbótum. „Því miður þá gerum við ráðfyrir því aðfleiri muni bætast á þessar atvinnuleysisskrár í aprílmánuði.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist graf frá Samtökum atvinnulífsins þar villa var í tölum yfir tekjur fyrirtækja í marsmánuði. Rétt graf birtist í þessari frétt á Vísi.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent