Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 08:10 Poula Kristín Buch og dæturnar Andrea og Sylvía Sigurðardætur rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn: Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn:
Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira