Ekki í boði að gera ekki neitt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 13:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ Vísir/Egill Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira