Dýraverndunarsinni fordæmir hegðun Depays Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 12:45 Memphis Depay birti þessa mynd af sér með dýrinu. Instagram/@memphisdepay Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira