Dýraverndunarsinni fordæmir hegðun Depays Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2020 12:45 Memphis Depay birti þessa mynd af sér með dýrinu. Instagram/@memphisdepay Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Memphis Depay, hefur vakið reiði dýraverndunarsinna fyrir að eiga lígur sem gæludýr heima hjá sér. Kattardýrið lígur er blendingur, afkvæmi tígrisynju og karlljóns, og á Depay einn slíkan. Þessi 26 ára gamli leikmaður Lyon, og fyrrverandi leikmaður Manchester United, birti myndir af sér á Instagram með dýrinu, og sýndi jafnframt stóra ljónstattúið sem hann er með á bakinu. Viðbrögðin voru misjöfn. „Það er ekki náttúrulegt að haga sér svona með villt dýr. Dýrin kveljast,“ sagði Sanne Kujpers sem starfar fyrir dýraverndunarsamtök í Hollandi. Hún vill að Depay fjarlægi myndirnar af Instagram og harmar að lígurinn sé notaður til að skemmta fólki. „Hann gefur slæmt fordæmi. Við vonum auðvitað að hann fjarlægi myndirnar. Villt dýr eiga heima í náttúrunni, þau eru ekki hérna til að skemmta okkur og við eigum ekki að ýta undir svona lagað,“ sagði Kujpers. View this post on Instagram What happens when a liger hangs out with a Lion? A post shared by Memphis Depay (@memphisdepay) on Apr 1, 2020 at 9:33am PDT Depay, sem er vel á veg kominn með að jafna sig eftir alvarleg hnémeiðsli í desember, virðist lítið gefa fyrir gagnrýnina. „Fyrir þau sem ekki vita staðreyndir; hafið hljótt. Lígrar eru ekki einu sinni villt dýr. Þeir fæðast ekki úti í náttúrunni fjarri mannfólki. Ég held að þeir myndu ekki einu sinni geta lifað úti í náttúrunni,“ sagði Depay.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira