Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir því við stjórnvöld að heilbrigðisstarfsfólk fái sérstaka umbun vegna álags af völdum kórónuveirufaraldursins.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Sjúklingur sem hafði verið tengdur við öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19 sýkingar var fluttur yfir á almenna deild í dag. Hann er annar tveggja sjúklinga sem tekist hefur að ná úr öndunarvél. Fjallað verður nánar um málið. Einnig verður rætt við bæjarstjórann í Hveragerði. Hún segir mikla sorg ríkja í bænum vegna hjóna sem létust af völdum kórónuveirunnar.
Þá verður farið yfir fyrstu niðurstöður úr slembiúrtaki Íslenskrar erfðagreiningar, litið við í galtómri Leifsstöð og einnig rætt við fjármálaráðherra um svarta stöðu í atvinnulífinu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.