Segir félög vanáætla eða ljúga um launakostnað: „Þá værum við bara í mansali“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 20:00 Grímur Atlason mætti í heimsókn til Kjartans Atla og Henrys Birgis í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira