Sterkasta golfmót allra tíma hér landi? Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:30 Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdótti og Guðmundur Ágúst Kristjánsson verða á meðal keppenda um helgina. MYND/SETH@GOLF.IS Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. Á heimasíðu Golfsambands Íslands segir að eftir því sem næst verði komist hafi keppendahópur á golfmóti á Íslandi alla vega ekki verið sterkari í nokkur ár. Íslandsmótið á Akureyri árið 2016 gæti komist nálægt styrkleikanum. Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) skráðar til leiks. Þær hafa ekki keppt á sama golfmóti frá því á Íslandsmótinu á Akureyri árið 2016. Í karlaflokki eru einnig allir sterkustu atvinnukylfingar landsins á meðal keppenda. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki Pétursson (GKB), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR, Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG). Þá eru sterkustu áhugakylfingar landsins á meðal þátttakenda en flestir þeirra sem stunda nám í Bandaríkjunum eru núna staddir hér á landi vegna kórónuveirunnar. Mótið um helgina er það fyrsta af þremur sem GSÍ stendur fyrir á svokallaðri heimslistamótaröð. Markmiðið með mótaröðinni er að kylfingar geti styrkt stöðu sína á heimslista áhugakylfinga en nú var atvinnukylfingum sérstaklega boðið að taka þátt vegna þess að mótahald erlendis liggur niðri. Samkvæmt golf.is verður leikið eftir sérstökum Covid- og staðarreglum á Hlíðavelli. Keppendafjöldi takmarkast við 39 kylfinga. Á Hlíðavelli verður einmitt einnig leikið á Íslandsmótinu í byrjun ágúst. Helgina 23.-24. maí fer svo fram fyrsta stigamót ársins á mótaröð GSÍ, á Garðavelli á Akranesi. Þar er búist við 140 keppendum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Skærustu stjörnur golfíþróttarinnar hér á landi verða á ferðinni í Mosfellsbæ á laugardag og sunnudag þegar ÍSAM-mótið fer fram. Þar gæti verið um að ræða fyrsta mótið sem telur inn á heimslista áhugakylfinga frá því að kórónuveirufaraldurinn setti allt íþróttalífið úr skorðum. Á heimasíðu Golfsambands Íslands segir að eftir því sem næst verði komist hafi keppendahópur á golfmóti á Íslandi alla vega ekki verið sterkari í nokkur ár. Íslandsmótið á Akureyri árið 2016 gæti komist nálægt styrkleikanum. Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) skráðar til leiks. Þær hafa ekki keppt á sama golfmóti frá því á Íslandsmótinu á Akureyri árið 2016. Í karlaflokki eru einnig allir sterkustu atvinnukylfingar landsins á meðal keppenda. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki Pétursson (GKB), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR, Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG). Þá eru sterkustu áhugakylfingar landsins á meðal þátttakenda en flestir þeirra sem stunda nám í Bandaríkjunum eru núna staddir hér á landi vegna kórónuveirunnar. Mótið um helgina er það fyrsta af þremur sem GSÍ stendur fyrir á svokallaðri heimslistamótaröð. Markmiðið með mótaröðinni er að kylfingar geti styrkt stöðu sína á heimslista áhugakylfinga en nú var atvinnukylfingum sérstaklega boðið að taka þátt vegna þess að mótahald erlendis liggur niðri. Samkvæmt golf.is verður leikið eftir sérstökum Covid- og staðarreglum á Hlíðavelli. Keppendafjöldi takmarkast við 39 kylfinga. Á Hlíðavelli verður einmitt einnig leikið á Íslandsmótinu í byrjun ágúst. Helgina 23.-24. maí fer svo fram fyrsta stigamót ársins á mótaröð GSÍ, á Garðavelli á Akranesi. Þar er búist við 140 keppendum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira