Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:00 L fyrir Lyon? Sara Björk Gunnarsdóttir er alla vega búin að vera í sambandi við stórveldið. VÍSIR/GETTY Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15