Persónuverndarlög stoppa ekki birtingu fyrirtækjalistans Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:40 Vinnumálastofnun spurði Persónuvernd hvort hún mætti birta lista yfir fyrirtæki sem þiggja hlutabætur. Vísir/hanna Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girða ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að ráðist af upplýsingalögum. Persónuvernd segist hafa borist bréf frá Vinnumálastofnun á mánudag vegna hlutastarfaleiðarinnar. Ætlunin var að fyrirtæki myndu viðhalda ráðningarsambandi og lækka starfshlutfall tímabundið fremur en að grípa til uppsagna. Stöndug fyrirtæki sem hafa nýtt sér úrræðið hafa þó sætt gagnrýni. Vinnumálastofnun segir í bréfi sínu til Persónuverndar að sér hafi borist beiðni um að afhenda og birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafi samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall ásamt fjölda starfsmanna þeirra sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Þetta ákall heyrðist t.a.m. frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og öðrum í stjórnmálastéttinni. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Vinnumálastofnun taldi sig hins vegar ekki mega birta listann og bar fyrir sig persónuverndarlög. Því bað stofnunin Persónuvernd að taka afstöðu til málsins og skilaði Persónuvernd svörum sínum í dag. Persónuvernd segir að Vinnumálastofnun ætti fyrst og fremst að líta til ákvæða upplýsingalaga við ákvörðun sína um birta listann. Þau beri með sér að framkvæma þurfi hagsmunamat áður en veittur er aðgangur að upplýsingum. Persónuvernd telur að leggja verði til grundvallar að almannahagsmunir standi til þess að birta listann. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyrirtæki sem kjósa að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grundvelli ákvæðisins. Loks er til þess að líta að um er að ræða sértækt úrræði af hálfu stjórnvalda sem nær til breiðs hóps fólks Þá telur Persónuvernd að upplýsingar um þá einstaklinga sem þiggja hlutabætur geta ekki talist viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Uppfylli varla markmið sitt að birta bara nöfn stóru fyrirtækjanna Í fyrsta lagi vildi Vinnumálastofnun fá úr því skorið hvort upplýsingar um atvinnurekendur þeirra einstaklinga sem sótt hafa um greiðslur frá Vinnumálastofnun teljist vera persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd. Persónuvernd segir að svo sé ekki en bendir þó á að í vissum tilvikum getur verið unnt að leiða persónuupplýsingar af slíkum upplýsingum. Til dæmis þegar um er að ræða fyrirtæki með fáa starfsmenn eða þegar um er að ræða fyrirtæki þar sem upplýst er um að hlutfallslega margir starfsmenn þiggi bætur á grundvelli ákvæðisins. Þá spurði Vinnumálastofnun hvort það sé nóg að stofnunin afhendi eða birti einungis lista yfir stærri fyrirtæki, t.d. miðað við fjölda starfsmanna, og afmái upplýsingar um fjölda starfsmanna sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM „Persónuvernd getur fallist á að með því að birta upplýsingar um fámenn fyrirtæki geti reynst auðveldara að leiða af þeim upplýsingum persónuupplýsingar um þá sem sækja um framangreindar bætur. Hins vegar er til þess að líta að tilgangurinn með því að gera umræddar upplýsingar aðgengilegar er að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi fyrir fyrirtæki,“ segir í svari Persónuverndar. Sá tilgangur náist líklega ekki fyllilega ef fámenn fyrirtæki sleppa algjörlega frá birtingu. Heildarniðurstaða Persónuverndar við fyrirspurn Vinnumálastofnunar er því eftirfarandi: Persónuvernd áréttar að hún sker ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Það er hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið samkvæmt XIII. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 54/2006. Persónuvernd Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girða ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta er mat Persónuverndar, sem þó undirstrikar að hún sker ekki úr um lögmæti birtingarinnar sem stofnunin telur að ráðist af upplýsingalögum. Persónuvernd segist hafa borist bréf frá Vinnumálastofnun á mánudag vegna hlutastarfaleiðarinnar. Ætlunin var að fyrirtæki myndu viðhalda ráðningarsambandi og lækka starfshlutfall tímabundið fremur en að grípa til uppsagna. Stöndug fyrirtæki sem hafa nýtt sér úrræðið hafa þó sætt gagnrýni. Vinnumálastofnun segir í bréfi sínu til Persónuverndar að sér hafi borist beiðni um að afhenda og birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafi samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall ásamt fjölda starfsmanna þeirra sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Þetta ákall heyrðist t.a.m. frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og öðrum í stjórnmálastéttinni. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Vinnumálastofnun taldi sig hins vegar ekki mega birta listann og bar fyrir sig persónuverndarlög. Því bað stofnunin Persónuvernd að taka afstöðu til málsins og skilaði Persónuvernd svörum sínum í dag. Persónuvernd segir að Vinnumálastofnun ætti fyrst og fremst að líta til ákvæða upplýsingalaga við ákvörðun sína um birta listann. Þau beri með sér að framkvæma þurfi hagsmunamat áður en veittur er aðgangur að upplýsingum. Persónuvernd telur að leggja verði til grundvallar að almannahagsmunir standi til þess að birta listann. Þá verður að telja að slíkur aðgangur geti skapað aðhald fyrir fyrirtæki sem kjósa að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna, með það fyrir augum að þeir fái bætur á grundvelli ákvæðisins. Loks er til þess að líta að um er að ræða sértækt úrræði af hálfu stjórnvalda sem nær til breiðs hóps fólks Þá telur Persónuvernd að upplýsingar um þá einstaklinga sem þiggja hlutabætur geta ekki talist viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Uppfylli varla markmið sitt að birta bara nöfn stóru fyrirtækjanna Í fyrsta lagi vildi Vinnumálastofnun fá úr því skorið hvort upplýsingar um atvinnurekendur þeirra einstaklinga sem sótt hafa um greiðslur frá Vinnumálastofnun teljist vera persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd. Persónuvernd segir að svo sé ekki en bendir þó á að í vissum tilvikum getur verið unnt að leiða persónuupplýsingar af slíkum upplýsingum. Til dæmis þegar um er að ræða fyrirtæki með fáa starfsmenn eða þegar um er að ræða fyrirtæki þar sem upplýst er um að hlutfallslega margir starfsmenn þiggi bætur á grundvelli ákvæðisins. Þá spurði Vinnumálastofnun hvort það sé nóg að stofnunin afhendi eða birti einungis lista yfir stærri fyrirtæki, t.d. miðað við fjölda starfsmanna, og afmái upplýsingar um fjölda starfsmanna sem sótt hafi um atvinnuleysisbætur. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM „Persónuvernd getur fallist á að með því að birta upplýsingar um fámenn fyrirtæki geti reynst auðveldara að leiða af þeim upplýsingum persónuupplýsingar um þá sem sækja um framangreindar bætur. Hins vegar er til þess að líta að tilgangurinn með því að gera umræddar upplýsingar aðgengilegar er að tryggja almannahagsmuni og stuðla að aðhaldi fyrir fyrirtæki,“ segir í svari Persónuverndar. Sá tilgangur náist líklega ekki fyllilega ef fámenn fyrirtæki sleppa algjörlega frá birtingu. Heildarniðurstaða Persónuverndar við fyrirspurn Vinnumálastofnunar er því eftirfarandi: Persónuvernd áréttar að hún sker ekki úr um lögmæti afhendingar upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Það er hins vegar afstaða Persónuverndar að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga girði ekki fyrir að afhentar eða birtar séu upplýsingar um fyrirtæki sem hafa starfsmenn sem nýtt hafa hlutabótaleið samkvæmt XIII. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 54/2006.
Persónuvernd Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira