Warren sögð ætla að draga framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 15:58 Warren varð lítt ágegnt í forvalinu og lenti aðeins í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts á þriðjudag. AP/Patrick Semansky Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21