Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:10 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Hún er einnig fyrrverandi dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég tel nauðsynlegt að Ísland aflétti nú þegar þeim ferðatakmörkunum sem við komum á fyrir ekki svo löngu síðan.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Sigríður telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. Þetta kom fram í máli hennar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Ameríkuumferðin mikilvæg Ferðatakmarkanir hér á landi hafa verið í gildi um nokkurt skeið vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi fyrirkomulag kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Fyrstu takmarkanirnar sem Íslendingar fundu fyrir var lokun Bandaríkjanna, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um í mars. Evrópusambandið fylgdi svo í kjölfarið með víðtækar takmarkanir og lokanir á landamærum aðildarríkja sinna, sem og ríkja innan Schengen-svæðisins. „Og ég hef aldrei stutt þá aðgerð og tel að það sé ekki heppilegt fyrirkomulag og henti okkur á Íslandi ekki, að loka ytri landamærunum,“ sagði Sigríður í Bítínu í gærmorgun. „Hún er mikilvæg fyrir okkur, umferð frá Bandaríkjunum eða Ameríku, það eru Bandaríkin, Kanada og Bretland, það eru þau lönd sem eru utan Schengen. Það varðar þessi ríki. Þannig að borgarar þessara ríkja geta ekki komi á meðan ytri landamærin eru svona lokuð. Og ég held að þarna hafi ekki verið gætt meðalhófs hérna á Íslandi.“ Lokanirnar valdi gríðarlegri lægð Sigríður sagði jafnframt mikilvægt að hafa það ætíð í huga hvort hægt væri að grípa til annarra aðgerða, sem geti haft sambærilegan tilgang en séu ekki jafn íþyngjandi. „Auðvitað hefur þetta kannski ekki praktíska þýðingu síðustu daga eða síðustu vikur. En þetta mun fljótlega hafa praktíska þýðingu að geta gefið út þau skilaboð að hér séu landamæri opin þó að þeir ferðamenn sem komi hingað þurfi að hlíta, að sjálfsögðu, sömu reglum og við Íslendingar. Eins og að vera með smitrakningarappið, það er að segja tilmæli um það, að hegða sér með þeim hætti sem við gefum hér út,“ sagði Sigríður. „Þannig að ég tel að þetta þurfi að endurskoða. Og núna 15. maí rennur úr gildi þessi tímabundna ákvörðun Schengen-ríkjanna um það að ytri landamæri skuli lokuð. Ég hef grun um að menn ætli bara að framlengja því en þá tel ég að Ísland eigi að koma með nýja nálgun í þetta. […] Afleiðingin af þessum lokunum landamæra eru að verða alveg gríðarlegar og valda gríðarlegri efnahagslegri, djúpri lægð sem mun hafa áhrif á lýðheilsu og heilsu manna í Evrópu um langa framtíð.“ Þess ber að geta að Sigríður var gestur Bítisins áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi haldi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Nú í hádeginu var svo tilkynnt að ríkisstjórnin hyggist boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Frekari upplýsinga er að vænta innan tíðar og verður þá nánar greint frá þeim en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í Bítínu í spilaranum hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. 12. maí 2020 11:49 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
„Ég tel nauðsynlegt að Ísland aflétti nú þegar þeim ferðatakmörkunum sem við komum á fyrir ekki svo löngu síðan.“ Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, í færslu á Facebook-síðu sinni í gær. Sigríður telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt. Þetta kom fram í máli hennar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Ameríkuumferðin mikilvæg Ferðatakmarkanir hér á landi hafa verið í gildi um nokkurt skeið vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi fyrirkomulag kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Fyrstu takmarkanirnar sem Íslendingar fundu fyrir var lokun Bandaríkjanna, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um í mars. Evrópusambandið fylgdi svo í kjölfarið með víðtækar takmarkanir og lokanir á landamærum aðildarríkja sinna, sem og ríkja innan Schengen-svæðisins. „Og ég hef aldrei stutt þá aðgerð og tel að það sé ekki heppilegt fyrirkomulag og henti okkur á Íslandi ekki, að loka ytri landamærunum,“ sagði Sigríður í Bítínu í gærmorgun. „Hún er mikilvæg fyrir okkur, umferð frá Bandaríkjunum eða Ameríku, það eru Bandaríkin, Kanada og Bretland, það eru þau lönd sem eru utan Schengen. Það varðar þessi ríki. Þannig að borgarar þessara ríkja geta ekki komi á meðan ytri landamærin eru svona lokuð. Og ég held að þarna hafi ekki verið gætt meðalhófs hérna á Íslandi.“ Lokanirnar valdi gríðarlegri lægð Sigríður sagði jafnframt mikilvægt að hafa það ætíð í huga hvort hægt væri að grípa til annarra aðgerða, sem geti haft sambærilegan tilgang en séu ekki jafn íþyngjandi. „Auðvitað hefur þetta kannski ekki praktíska þýðingu síðustu daga eða síðustu vikur. En þetta mun fljótlega hafa praktíska þýðingu að geta gefið út þau skilaboð að hér séu landamæri opin þó að þeir ferðamenn sem komi hingað þurfi að hlíta, að sjálfsögðu, sömu reglum og við Íslendingar. Eins og að vera með smitrakningarappið, það er að segja tilmæli um það, að hegða sér með þeim hætti sem við gefum hér út,“ sagði Sigríður. „Þannig að ég tel að þetta þurfi að endurskoða. Og núna 15. maí rennur úr gildi þessi tímabundna ákvörðun Schengen-ríkjanna um það að ytri landamæri skuli lokuð. Ég hef grun um að menn ætli bara að framlengja því en þá tel ég að Ísland eigi að koma með nýja nálgun í þetta. […] Afleiðingin af þessum lokunum landamæra eru að verða alveg gríðarlegar og valda gríðarlegri efnahagslegri, djúpri lægð sem mun hafa áhrif á lýðheilsu og heilsu manna í Evrópu um langa framtíð.“ Þess ber að geta að Sigríður var gestur Bítisins áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að hann myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi haldi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Nú í hádeginu var svo tilkynnt að ríkisstjórnin hyggist boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Frekari upplýsinga er að vænta innan tíðar og verður þá nánar greint frá þeim en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í Bítínu í spilaranum hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. 12. maí 2020 11:49 Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19 Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn. 12. maí 2020 11:49
Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. 12. maí 2020 11:29
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent