Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 11:21 Gestur Pálmason ræddi við MIT Technology Review. Vísir/Vilhelm Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira