Áhrifavaldurinn Þórunn Ívarsdóttir og Harry Sampsted hafa sett íbúð sína við Holtsveg í Garðabæ á sölu en um er að ræða tæplega hundrað fermetra íbúð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2018.
Ásett verð er 47,9 milljónir en fasteignamat eignarinnar er 45,8 milljónir. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni og eitt baðherbergi. Við íbúðina er fallegur pallur sem snýr í suð-vestur.
Þórunn hefur verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins síðustu ár og ófeimin við að opna sig um erfiða tíma eins og baráttu sína við endómetríósu eins og hún ræddi um í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2018.
Hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni.






