Umferð á höfuðborgarsvæðinu að aukast Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. maí 2020 07:00 Umferð á Vesturlandsvegi. Mynd/ Rósa. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Hún er þó nærri 10% minni en í sömu viku í fyrra. Rekja má aukninguna til rýmkunar á samkomubanni sem hefur verið í gildi vegna kórónafaraldursins. Tölur Vegagerðarinnar gefa til kynna 9,5% samdrátt í umferðinni í síðustu viku, viku 19 og í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsta samdráttarmæling síðan í viku 11, vikunni fyrir samkomubann. Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum. Mestur mældist samdrátturinn á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um 20%. Samdrátturinn varð minnstur á Reykjanesbraut við Dalveg, 5%. Mismunur í viku 19, eftir mælisniðum: Kópavogslækur -19,9% Reykjanesbraut -5,0% Vesturlandsvegur -7,0% Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í síðustu viku miðað við vikuna á undan. Hún er þó nærri 10% minni en í sömu viku í fyrra. Rekja má aukninguna til rýmkunar á samkomubanni sem hefur verið í gildi vegna kórónafaraldursins. Tölur Vegagerðarinnar gefa til kynna 9,5% samdrátt í umferðinni í síðustu viku, viku 19 og í sömu viku á síðasta ári. Þetta er minnsta samdráttarmæling síðan í viku 11, vikunni fyrir samkomubann. Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum. Mestur mældist samdrátturinn á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um 20%. Samdrátturinn varð minnstur á Reykjanesbraut við Dalveg, 5%. Mismunur í viku 19, eftir mælisniðum: Kópavogslækur -19,9% Reykjanesbraut -5,0% Vesturlandsvegur -7,0%
Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent