Segir þrýsting Icelandair á „óásættanlegt tilboð“ grafalvarlegan Sylvía Hall skrifar 11. maí 2020 21:18 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“ Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hvetur félagsmenn til þess að standa saman sem aldrei fyrr í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. Það tilboð sem Icelandair hafi lagt á borðið sé óásættanlegt og þær þvinganir sem félagið beiti í viðræðunum séu grafalvarlegar. Þetta kemur fram í bréfi Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, til félagsmanna í dag. Hún segir stöðu Icelandair vissulega alvarlega, kórónuveirufaraldurinn og Boeing 737 MAX hafi leikið félagið grátt en krafan um lægri launakostnað flugfreyja hafi verið komin til löngu fyrir heimsfaraldurinn. „Forstjóri Icelandair hefur sagt að helsta fyrirstaðan í endurreisn Icelandair sé starfsfólk þess. Stjórn FFÍ hafnar þeirri staðhæfingu. Samninganefnd FFÍ hefur sýnt fullan samningsvilja frá upphafi viðræðna og lagt fram fjölda tilboða með verulegum hagræðingarmöguleikum til vaxtar, sveigjanleika og samkeppnishæfni fyrir Icelandair,“ skrifar Guðlaug og víkur næst að tilboði Icelandair sem lagt var fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hún segir það tilboð fela í sér verulega kjaraskerðingu til frambúðar sem myndi umbylta núverandi vinnuumhverfi. Samningurinn sem Icelandair hafi lagt til skerði jafnframt réttindi og hvíldartíma og tilboðið sé óásættanlegt, sérstaklega í ljósi þess að störf þeirra níu hundruð félagsmanna sem hefur verið sagt upp séu enn ótryggð. „Mikill þrýstingur hefur verið lagður á samninganefnd FFÍ af hálfu Icelandair um að leggja drögin undir atkvæði félagsmanna milliliðalaust til formlegrar afgreiðslu eins og kjarasamningur. Í raun hefur hlutum verið stillt upp á þann veg að samninganefnd og félagsmenn FFÍ hafi óljósa framtíð fyrirtækisins í höndum sér. Að slíkar þvinganir séu viðhafðar á jafn alvarlegum tímum og raun bera vitni er grafalvarlegt.“ Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til kynningarfundar á morgun klukkan 12 sem verður streymt fyrir félagsmenn. Þar verður farið yfir tilboð Icelandair, sem hvorki stjórn, trúnaðarráð né samninganefnd félagsins vilja samþykkja. „Stöndum vörð um störfin okkar, ekki láta blekkjast af umræðu og hræðsluáróðri sem við höfum ekki stjórn á.“
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir „Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. 11. maí 2020 20:29
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 11:43