„Hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 15:57 Bergsveinn lék alla leiki Fjölnis í Inkasso-deildinni í fyrra nema einn. vísir/bára Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki