Hefur áhyggjur af þróuninni en er spenntur fyrir Olís-deildinni næsta vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 13:30 Eftir þrjú ár í atvinnumennsku leikur Helena Rut Örvarsdóttir í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. vísir/bára „Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
„Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur
Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36
KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29
Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45
Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28