Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 10:18 Fasteignasali hjá Landmark segir að meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira