Komst í gegnum skoðun með bilaðan hemlunarbúnað tæpum þremur mánuðum fyrir slysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:08 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í apríl 2019. BRUNAVARNIR AUSTUR-HÚNVETNINGA Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja. Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Hemlabúnaður fólksbifreiðar sem hafnaði út af veginum í banaslysi í Langadal síðasta vor reyndist bilaður þegar slysið varð. Líkur eru á því að búnaðurinn hafi þegar verið í bágbornu ástandi þegar bíllinn fór í skoðun, og stóðst hana án athugasemda, tæpum þremur mánuðum fyrr. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Slysið varð að kvöldi 23. apríl er ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri með erlent ríkisfang, var einn á ferð eftir Norðurlandsvegi í botni Langadals. Viðbragðsaðilar frá Norðurlandi voru kallaðir til og þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumaðurinn lést í slysinu, sem var fyrsta banaslysið í umferðinni árið 2019. Slitnir hjólbarðar og bilaður hemlabúnaður Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að vitni hafi verið að slysinu. Ökumaðurinn hafi misst hægra hjól bifreiðarinnar út fyrir slitlagið á beinum vegkafla, náð að koma bílnum aftur inn á veginn en beygt of harkalega svo bifreiðinn skreið til og rann á hlið út af veginum vinstra megin. Þá hóf hún fljótlega að velta og stöðvaðist á hvolfi utan vegar. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúði í stýri sprakk út. Bifreiðin valt margar veltur og hlaut ökumaðurinn banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslunni. Aðstæður til aksturs voru góðar á vettvangi. Bifreiðin var af gerðinni Hyundai Matrix og var nýskráð árið 2007. Farið var með bílinn í skoðun í byrjun febrúar, rúmum tveimur mánuðum fyrir slysið, og hlaut hún þar skoðun án athugasemda. „Hún var útbúin slitnum negldum vetrarhjólbörðum þar sem margir naglanna voru horfnir eða brotnir. Rannsókn leiddi í ljós að henni hafði verið ekið á hjólbörðunum með of háum loftþrýstingi í töluverðan tíma,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Frá vettvangi slyssins.SKjáskot/RNSA Rannsóknin leiddi einnig í ljós bilun í hemlabúnaði og líkur taldar á að hann hafi þegar verið í slæmu ástandi þegar skoðun fór fram í febrúar. „Hemlaborðar að aftan voru ónýtir og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð. Stöðuhemill var óvirkur. Hemlabúnaður að framan var talsvert slitinn og breidd slitflatar undir öryggismörkum. Niðurstaða rannsóknar á bifreiðinni var m.a. sú að líkur eru á að hemlabúnaður hafi verið í bágbornu ástandi þegar aðalskoðun var framkvæmd tæpum þremur mánuðum fyrir slysið.“ Rannsóknarnefndin ítrekar í skýrslunni mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa en talið er að bifreiðin hafi verið á 115 ± 14 kílómetra hraða rétt fyrir slysið. „Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Þá er bent á nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja.
Samgönguslys Húnavatnshreppur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira