Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:14 Tuttugu starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru í sóttkví. Óskað hefur verið eftir að fólki í bakvarðasveit. Vísir/Samúel Karl Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira