Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 09:15 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun. Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun.
Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52