Birkir: Eiður Smári henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar með Pep Guardiola, Lionel Messi og öllum hinum hjá Barcelona eftir að liðið lenti í Barcelona eftir flugið heim frá Róm í maí 2009. EPA/ALBERTO ESTEVEZ Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira