„Hvað var planið hjá Gústa í fyrra?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2020 13:30 Spekingarnir voru ekki sammála um stefnu Blika í fyrra. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson spyr sig hvaða markmið Ágúst Gylfason hafi verið með hjá Breiðabliki í fyrra og hver leikstíll liðsins hafi verið. Breiðablik var eitt þeirra liða sem var rætt í Sportinu í kvöld þar sem Rikki G fékk þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Mána í heimsókn. Breiðablik lét Ágúst Gylfason fara eftir síðustu leiktíð eftir að hafa lent í öðru sæti tvö tímabil í röð en við skútunni tók Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Það hlýtur að vera augljós krafa að ætla fara eftir þeim stóra því þeir láta Gústa fara eftir tvö tímabil í öðru sæti. Þeir hljóta að horfa á eitthvað aðeins meira. Leikmannahópurinn hjá Blikum er einnig alveg svaðalega sterkur. Ég trúi ekki öðru en að þeir komi út með það að ætla sér að verða meistarar,“ sagði Atli Viðar. Máni hafði þetta að segja. „Það er málið; hvort ætlarðu að tjalda til og ná Íslandsmeistaratitli á einu ári eða áttu að vera með einhverjar hugmyndir? Blikarnir hafa smá tilgang og þeir ætla að búa til leikmenn sem eru í hæsta gæðaflokki. Hvað var planið hjá Gústa í fyrra? Hver var tilgangurinn? Hvert var markmiðið? Hver var leikstíllinn?“ sagði Máni áður en Atli Viðar tók við boltanum á ný: „Það sem mér fannst vinna gegn Gústa í fyrra var að það voru seldir í burtu frá honum menn. Hann missti þrjá menn á miðju tímabili í fyrra þegar hann var að gera alvöru atlögu að þessu en svo datt botninn úr þessu í smá tíma.“ Máni segir að það hafi aldreið verið hægt að ganga að neinu vísu með Blikana á síðustu leiktíð. „Það var samt alltaf verið að breyta um taktík og plön og alla hluti. Blikarnir gátu spilað frábærlega skemmtilegan leik og svo hundleiðinlegan leik næsta á eftir.“ Umræðuna um Blika má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira