Tengja dauðsfall fimm ára drengs við nýja barnasjúkdóminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 13:30 Mario Cuomo ríkisstjóri New York fór yfir stöðu mála á upplýsingafundi í gær. AP/Darren McGee Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira