Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 20:12 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/Friðrik Þór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Stofnunin greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hún hefði ekki heimild til að afhenda né birta listann. „Málið er einfalt það á að birta þennan lista! Það er ein af forsendunum fyrir aðgerðunum sem eru til að vernda störf á fordæmalausum tímum,“ skrifar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, og vísar í frétt sem skrifuð er um umrædda yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir í yfirlýsingunni að afstaða sín byggi á lögum um persónuvernd. „[…] því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli. Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv. Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.“ Til að taka af allan vafa hefur Vinnumálastofnun leitað álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu. Hlutabótaleið stjórnvalda hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að nokkur stöndug fyrirtæki nýttu sér leiðina, þar á meðal Skeljungur, Hagar og Festi. Skeljungur tilkynnti þó í gær að fyrirtækið hygðist endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Í dag tilkynntu svo Hagar og Festi að þau hefðu einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar ætla jafnframt að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. Stofnunin greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hún hefði ekki heimild til að afhenda né birta listann. „Málið er einfalt það á að birta þennan lista! Það er ein af forsendunum fyrir aðgerðunum sem eru til að vernda störf á fordæmalausum tímum,“ skrifar Guðlaugur Þór í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, og vísar í frétt sem skrifuð er um umrædda yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Stofnunin segir í yfirlýsingunni að afstaða sín byggi á lögum um persónuvernd. „[…] því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli. Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv. Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.“ Til að taka af allan vafa hefur Vinnumálastofnun leitað álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu. Hlutabótaleið stjórnvalda hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að nokkur stöndug fyrirtæki nýttu sér leiðina, þar á meðal Skeljungur, Hagar og Festi. Skeljungur tilkynnti þó í gær að fyrirtækið hygðist endurgreiða Vinnumálastofnun um sjö milljónir króna sem fyrirtækið taldi sig hafa sparað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Í dag tilkynntu svo Hagar og Festi að þau hefðu einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar ætla jafnframt að endurgreiða Vinnumálastofnun þá upphæð sem fyrirtækið sparaði sér með aðgerðunum. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
Vildu verja störf og völdu því hlutabótaleiðina Félagið Origo sem skráð er í Kauphöllinni skilaði 425 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. 8. maí 2020 14:25
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent