Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 19:45 Stöð 2/Sigurjón Fjármálaráðherra telur eðlilegt að fyrirtæki sem nýti stuðning stjórnvalda á uppsagnartímabili starfsmanna skili þeim fjámunum til baka þegar betur fer að ára. Fyrirtæki sem dreifi peningum til hluthafa reki rýting í samstöðuna með því að nýta sér stuðning stjórnvalda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hlutabótaleiðina fyrst og fremst hafa verið hugsaða til að verja ráðningasamband starfsmanna og fyrirtækja tímabundið og það hafi gengið eftir. Í lögunum séu heimildir til að ganga á eftir rökstuðningi fyrirtækja fyrir að nýta þessa leið. Hann reikni ekki með að skattframtöl þeirra allra verði skoðuð til að staðfesta þörfina. Leiðtogar stjórnarflokkanna kynna efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé eitthvað sem við ættum kannski miklu frekar að taka til skoðunar varðandi stuðning á uppsagnarfresti. Að fyrirtæki sem eiga von á slíkum stuðningi vegna uppsagna á starfsfólki að þau geti ekki átt væntingar um að hirða til sín allan ávinninginn af þessari aðstoð stjórnvalda. Það er í smíðum einmitt núna að skoða slík tilvik,” segir Bjarni. Hlutabótaleiðin hafi hins vegar alls ekki verið hugsuð fyrir stöndug fyrirtæki sem greiði hluthöfum arð. „Þau eru að reka rýting í í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,” segir Bjarni. Það þurfi hins vegar ekki að vera óeðlilegt að öflug fyrirtæki sem missi bróðurpart tekna sinna tímabundið og ekki greiða arð nýti þessa leið. Icelandair hefur bæði nýtt sér hlutabótaleiðina og sagt upp starfsfólki og fær styrk til að greiða uppsagnarfresti.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að koma Icelandair til aðstoðar umfram almennu aðgerðirnar. Þar komi ýmsar leiðir til greina. Jafnvel að ríkið kaupi hlut í félaginu. það sé þó sísti kosturinn að hans mati. En fyrst þurfi Icelandair að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins með núverandi og jafnvel nýjum hluthöfum. „Ég myndi vilja segja í framhaldi sem við vorum að tala um. Ef Icelandair nýtir sér ríkulega þennan stuðning á uppsagnarfresti finnst mér að við ættum að skoða að smíða það úrræði þannig að þeir muni skila þeim stuðningi til baka ef þeir eru komnir í hagnað innan einhverra ára, þriggja til fimm ára eða eitthvað slíkt. Það finnst mér mjög eðlilegt,” segir fjármálaráðherra. Upp á framtíð Icelandair skipti mestu að verja leiðarkerfi fyrirtækisins sem hafi lagt grunninn að ferðaþjónustunni og að áfram verði til staðar fyrirtæki sem byggi á norðuratlantshafsflugi með Keflavík sem miðstöð. „Það er sú staða fyrst og fremst sem við erum að hugsa um að verja. Við erum ekkert að hugsa um hag hluthafanna eða annarra kröfuhafa í Icelandair. Það er í sjálfu sér algert aukaatriði.” Ef stjórnvöld geti stigið inn án of mikillar áhættu fyrir skattgreiðendur eigi þau að gera það. „Vegna þess að það getur tekið óskaplega langan tíma að byggja þetta upp og hagkerfið allt fer í dýpri niðursveiflu ef þetta glutrast allt niður. Vonandi eru himnarnir að fara að opnast sem fyrst aftur,” segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8. maí 2020 14:10 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fjármálaráðherra telur eðlilegt að fyrirtæki sem nýti stuðning stjórnvalda á uppsagnartímabili starfsmanna skili þeim fjámunum til baka þegar betur fer að ára. Fyrirtæki sem dreifi peningum til hluthafa reki rýting í samstöðuna með því að nýta sér stuðning stjórnvalda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hlutabótaleiðina fyrst og fremst hafa verið hugsaða til að verja ráðningasamband starfsmanna og fyrirtækja tímabundið og það hafi gengið eftir. Í lögunum séu heimildir til að ganga á eftir rökstuðningi fyrirtækja fyrir að nýta þessa leið. Hann reikni ekki með að skattframtöl þeirra allra verði skoðuð til að staðfesta þörfina. Leiðtogar stjórnarflokkanna kynna efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé eitthvað sem við ættum kannski miklu frekar að taka til skoðunar varðandi stuðning á uppsagnarfresti. Að fyrirtæki sem eiga von á slíkum stuðningi vegna uppsagna á starfsfólki að þau geti ekki átt væntingar um að hirða til sín allan ávinninginn af þessari aðstoð stjórnvalda. Það er í smíðum einmitt núna að skoða slík tilvik,” segir Bjarni. Hlutabótaleiðin hafi hins vegar alls ekki verið hugsuð fyrir stöndug fyrirtæki sem greiði hluthöfum arð. „Þau eru að reka rýting í í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,” segir Bjarni. Það þurfi hins vegar ekki að vera óeðlilegt að öflug fyrirtæki sem missi bróðurpart tekna sinna tímabundið og ekki greiða arð nýti þessa leið. Icelandair hefur bæði nýtt sér hlutabótaleiðina og sagt upp starfsfólki og fær styrk til að greiða uppsagnarfresti.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stjórnvöld reiðubúin að koma Icelandair til aðstoðar umfram almennu aðgerðirnar. Þar komi ýmsar leiðir til greina. Jafnvel að ríkið kaupi hlut í félaginu. það sé þó sísti kosturinn að hans mati. En fyrst þurfi Icelandair að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins með núverandi og jafnvel nýjum hluthöfum. „Ég myndi vilja segja í framhaldi sem við vorum að tala um. Ef Icelandair nýtir sér ríkulega þennan stuðning á uppsagnarfresti finnst mér að við ættum að skoða að smíða það úrræði þannig að þeir muni skila þeim stuðningi til baka ef þeir eru komnir í hagnað innan einhverra ára, þriggja til fimm ára eða eitthvað slíkt. Það finnst mér mjög eðlilegt,” segir fjármálaráðherra. Upp á framtíð Icelandair skipti mestu að verja leiðarkerfi fyrirtækisins sem hafi lagt grunninn að ferðaþjónustunni og að áfram verði til staðar fyrirtæki sem byggi á norðuratlantshafsflugi með Keflavík sem miðstöð. „Það er sú staða fyrst og fremst sem við erum að hugsa um að verja. Við erum ekkert að hugsa um hag hluthafanna eða annarra kröfuhafa í Icelandair. Það er í sjálfu sér algert aukaatriði.” Ef stjórnvöld geti stigið inn án of mikillar áhættu fyrir skattgreiðendur eigi þau að gera það. „Vegna þess að það getur tekið óskaplega langan tíma að byggja þetta upp og hagkerfið allt fer í dýpri niðursveiflu ef þetta glutrast allt niður. Vonandi eru himnarnir að fara að opnast sem fyrst aftur,” segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8. maí 2020 14:10 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Ef vinnuveitandi misnotar þetta úrræði þá er það hans að endurgreiða“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að gríðarlega mikilvægt sé að tryggja rétt launafólks ef í ljós kemur að vinnuveitandi þess og stjórnendur hafi lækkað starfshlutfall þess að ástæðulausu. 8. maí 2020 14:10
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40