Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2020 21:25 Vigdís Sóley Vignisdóttir ráðgjafi umboðsmanns barna afhendir Katrínu Jakobsdóttur niðurstöður Barnaþings við Ráðherrabústaðinn í dag. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna." Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Forsætisráðherra segir Barnaþing komið til að vera og vonast til að Alþingi geti tekið niðurstöður þess frá í nóvember til einhvers konar umræðu. En umboðsmaður barna og hópur ungmenna afhenti ríkistjórninni niðurstöðurnar í dag. Stofnað var til Barnaþings með lögum og fór það fyrsta fram í Hörpu dagana 21. til 22. nóvember í fyrra. Tvöhundruð og fimmtíu þingfulltrúar á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir alls staðar að á landinu með slembiúrtaki og sóttu hundrað þrjátíu og níu þeirra þingið. Salvör Nordal umboðsmaður barna fór ásamt hópi þingfulltrúa og stuðningshóps embættisins fyrir athöfn með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. „Barnaþingið er auðvitað straumhvörf, tímamót, í þátttöku barna á Íslandi. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og af því sést að börn hafa mikið fram að færa,“ sagði Salvör. Vigdís Sóley Vignisdóttir úr ráðgjafahópi umboðsmanns afhenti síðan Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu með niðurstöðunum. En embætti umboðsmanns barna sá um undirbúning og skipulag þingsins. „Þetta eru helstu niðurstöðurnar, það sem brennur á hjarta barna. Það er því mjög mikilvægt að hlustað sé á það sem börn hafa að segja og tekið sé mark á því,“ sagði Vigdís. Þingið tók fyrir mjög fjölbreytt innlend og erlend málefni og ályktaði um þau. En ráðherrar sátu flestir hluta þingsins og fylgdust með þingstörfum. Ráðherrarnir voru hæstánægð(ir) þegar þau settu upp svunturnar í litum stjórnarflokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Mér fannst best að fá að sitja við borð og fá að taka þátt í umræðum. Sem voru mjög mikið bæði um skólamál og umhverfismál við borðiþar sem ég var og það gaf mér mjög mikið. Þannig að nú munum við öll lesa þessa skýrslu,“ sagði forsætisráðherra. Barnaþing væri komið til að vera reglulegur viðburður. „Og ég vonast líka til þess að við getum tekið fyrir á Alþingi þessar niðurstöður í einhvers konar umræðu. Um málefni barna og niðurstöður Barnaþings. Þannig að það sem þið eruð að gera skiptir máli,“ sagði Katrín. Vilhjálmur Hauksson sem var einn þingfulltrúa afhenti forsætisráðherra síðan óvænta gjöf og mundi forsætisráðherra eftir að hafa hitt hann áður. „Við hittumst á þinginu, ég man eftir því,“ sagði hún og heilsaði Vilhjámi. „Ég vil bara segja að það er mjög mikilvægt að leyfa börnum að vera þau sjálf. Þau þurfi ekki að vera eins og aðrir,“ sagði Vilhjálmur og afhenti Katrínu gjöfina. En í pokum til ráðherranna reyndist vera grillsvuntur í litum stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra sagði koma sér vel í eldhúsinu. Á svuntunni undir merki umboðsmanns barna stendur: „Ég brenn fyrir réttindum barna."
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Niðurstöður Barnaþings verða afhentar ríkisstjórninni á morgun. Barnaþingsmenn ályktuðu um fjölbreytt innan- og utanríkismál, eins og breytingar á skólakerfinu. 7. maí 2020 19:00