Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við móður fimm ára drengs sem tvívegis var beittur ofbeldi af þroskaþjálfa í leikskólanum þar sem drengurinn var vistaður. Dómur féll í apríl en ofbeldið átti sér stað árið 2017 og 2018.
Í fréttatímanum verður einnig rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, sem segir að stöndug fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaúrræði stjórnvalda séu að reka rýting í samstöðuna í þjóðfélaginu í kórónuveirufaraldrinum.
Þá segjum við einnig frá því að flugfélagið Air Atlanta hafi boðið flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinnu umfram vinnuskyldu eða að fara á hlutabótaleið stjórnvalda og taka á sig launalækkun.
Við hittum einnig stúlkur á leikskólanum Laufásborg sem hafa undanfarna vikur kynnt sér íslenskar kvenfyrirmyndir.
Þessar fréttir og fleiri til í kvöldfréttum, í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.