Taka stærra skref í tilslökunum 25. maí en reiknað var með Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir þann 25. maí sé líklegt að fleiri en 100 manns megi koma saman. Fram til þess hafi verið rætt um að miða við 100 manna samkomur í næsta skrefi afléttingar samkomutakmarkanna en nú ljóst að hægt sé að stíga stærra skref. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur sagði líklegt að farið yrði í hærri tölu en 100 manns varðandi samkomur en að hann væri ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega hversu há talan verður. Þetta yrði nánar útlistað í minnisblaði hans til ráðherra í næstu viku. Fyrr í vikunn hafði Þórólfur greint frá því að þann 25. maí yrði stefnt á það að leyfa líkamsræktarstöðvum að opna. Aðspurður á fundinum í dag hvort að þennan sama dag opni í raun allt sem hafi verið lokað, til dæmis barir, sagði Þórólfur ekki búið að ræða það alveg. Benti hann á að margar sýkingar, erlendis frá, megi rekja til starfsemi á börum. Það sé líka sá staður þar sem fólk passi kannski síst upp á sótt- og sýkingavarnir. Barirnir myndu þó á endanum opna. Þremur vikum eftir 25. maí væri síðan stefnt á frekar afléttingar á samkomutakmörkunum. Þórólfur ræddi síðan einnig um ferðatakmarkanir sem eru í gildi hér til 15. maí næstkomandi. Hann sagði vinnu í gangi við það hvernig aflétta megi þeim takmörkunum og hvernig hægt væri að opna landamærin og um leið takmarka sem mest að veirur komi hingað til lands. Brýnt væri að taka ákvarðanir um hvernig þetta verði gert en endanlegar tillögur liggja ekki fyrir. Nokkuð fyrirsjáanlegt væri að þær tillögur muni ekki liggja fyrir fyrir 15. maí. Þórólfur kvaðst því ætla að leggja til við heilbrigðisráðherra að þær ráðstafanir sem nú séu í gildi, til að mynda varðandi tveggja vikna sóttkví þeirra sem koma hingað til lands, verði framlengdar þar til niðurstaða fáist í það hvernig málum verði háttað varðandi landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira