Norðmenn ætla að gerbreyta hjá sér leikjadagskránni sinni þegar þeir byrja að spila deildarkeppnina eftir kórónuveiru frestunina.
Sextán lið eru í norsku deildinni en þau fá til að byrja með aðeins að spila á móti liðum sem eru í nágrenninu.
Norska deildin hefst 16. júní næstkomandi eða þremur dögum eftir að Pepsi Max deild karla fer af stað.
Deildinni verður skipt niður í fjóra hluta og í hverjum hóp eru fjögur lið af sama svæði. Í fyrstu sex umferðunum munu þessu fjögur lið síðan mætast innbyrðis, bæði á heima- og útivelli.
Eliteseriens nye terminliste: Nabomøter de første seks rundene https://t.co/Papcy18upT
— VG Sporten (@vgsporten) May 8, 2020
Leif Överland, framkvæmdastjóri norsku deildakeppninnar, sagði í samtali við Verdens Gang að þessi háttur væri hafði á til þess að halda ferðalögum í algjöru lágmarki framan af sumri. Með því er ætlunin að draga um leið úr hættunni á að kórónuveiran berist á milli landshluta í Noregi.
Norðmenn hafa ekki staðfest svæðaskiptinguna en Eurosport hefur heimildir fyrir því að hún verði eftirfarinn:
A-hópur
- Rosenborg
- Molde
- Kristiansund
- Aalesund (Daníel Leó Grétarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Davíð Kristján Ólafsson)
B-hópur
- Brann
- Haugesund
- Viking (Axel Andrésson)
- Bodö/Glimt (Alfons Sampsted)
C-hópur
- Start (Guðmundur Andri Tryggvason, Jóhannes Harðarson þjálfari)
- Odd
- Sandefjord (Emil Pálsson, Viðar Ari Jónsson)
- Strömsgodset (Ari Leifsson)
D-hópur
- Mjöndalen (Dagur Dan Þórhallsson)
- Stabæk
- Vålerenga (Matthías Vilhjálmsson)
- Sarpsborg