„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 13:40 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira