Johan Cruyff varnarmannanna er sextugur í dag og fékk kveðju frá öllum hetjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 17:00 Franco Baresi lyftir bikarnum eftir að AC Milan vann Evrópukeppni meistaraliða á Nývangi 24. maí 1989. Getty/Alessandro Sabattini Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube Ítalski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Franco Baresi, fyrirliði hins magnaða AC Milan liðs á níunda og tíunda áratugnum, heldur upp á sextugsafmælið sitt í dag. Hann fæddist 8. maí 1960. AC Milan fékk allar hetjur ítalska fótboltans á níunda og tíunda áratugnum til að senda „Il Capitano“ kveðju í tilefni dagsins. Sumir voru hugmyndaríkari og skemmtilegri en aðrir. Það er ekki aðeins gaman að sjá kveðjurnar heldur einnig að sjá hvernig þessir heimsfrægu fótboltamenn, frá síðustu öld, líta út í dag. Happy 6 0th birthday to our forever Captain, @FBaresi! Il 6 sulle spalle per una vita, tutta a tinte rossonere Buon 6 0° compleanno, Capitano!#SempreMilan pic.twitter.com/k5P19JQFBY— AC Milan (@acmilan) May 8, 2020 Þarna voru menn eins og Paolo Maldini, Alessandro Costacurta, Carlo Ancelotti, Roberto Donadoni og Roberto Baggio svo einhverji séu nefndir en líka Hollendingarnir Marco van Basten og Frank Rijkaard. Marcel Desailly og Roberto Baggio sendu honum líka kveðju sem og George Weah, sem spilaði með Baresi en er nú forseti Líberíu. Weah sendi kveðjuna úr sjálfum forsetastólnum. Það tala allir um fyrirliðann sinn en Franco Baresi var mikill leiðtogi hjá bæði AC Milan og ítalska landsliðinu. Happy 60th Birthday, Franco Baresi! 6x Serie A 4x Supercoppa Italiana 3x Champions League 2x Super Cup 1x World Cup The man who played 196 games with Paolo Maldini in a centre back paring & conceded just 23 goals. That's just 1 goal every 8.5 games. pic.twitter.com/xra8d07gaY— Oddschanger (@Oddschanger) May 8, 2020 Marco van Basten lofar hann líka mikið og það vegur vissulega þungt þegar Hollendingur kallar þig „Johan Cruyff varnarmannanna“ eins og Van Basten sagði um Franco Baresi í kveðju sinni. Franco Baresi spilaði allan feril sinn með AC Milan, frá 1977 til 1997, og lék yfir 700 leiki fyrir félagið. Hann var fyrirliði liðsins á fimmtán af þessum tuttugu tímabilum sem er magnað. Franco Baresi varð sex sinnum ítalskur meistari með AC Milan og vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með félaginu. Franco Baresi spilaði alltaf í treyju númer sex og þegar hann hætti árið 1997 þá tók félagið þá ákvörðun að taka númerið úr notkun til heiðurs honum. Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar sem Franco Baresi fékk í dag. watch on YouTube
Ítalski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira