Topp 5 hefst í kvöld: Baldur, Hörður og Pedersen segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2020 13:00 Patrick Pedersen segir frá fimm uppáhalds mörkunum sínum í Topp 5 á Stöð 2 Sport í kvöld. Ný þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Hún nefnist Topp 5 og er í umsjá Guðmundar Benediktssonar. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Baldur ræða um mark sem hann skoraði fyrir Keflavík í leik gegn FH 2006. Klippa: Topp 5 - Baldur Sig Baldur Sigurðsson (fæddur 1985) hefur verið í hópi bestu leikmanna efstu deildar á Íslandi um langt árabil. Hann er úr Mývatnssveit en hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi á Húsavík. Árið 2005 gekk Baldur í raðir Keflavíkur þar sem hann lék í þrjú ár. Hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2006. Eftir tvö ár hjá Bryne í Noregi fór Baldur til KR 2009. Hann lék með KR í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Baldur fór til SønderjyskE í Danmörku 2015 og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór til Stjörnunnar. Hann varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2018. Baldur svo í raðir FH í vetur. Baldur, eða Smalinn eins og hann er oft kallaður, hefur leikið 251 leik í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Baldur skoraði í bikarúrslitaleikjunum 2006, 2011 og 2012. Baldur hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hörður Sveinsson (fæddur 1983) er Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu nánast allan sinn feril. Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og skoraði í úrslitaleiknum gegn KA. Tímabilið 2005 fékk Hörður bronsskóinn og var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Eftir það fór hann til Silkeborg í Danmörku. Eftir að hafa leikið þar og með Tromsø í Noregi kom hann heim fyrir tímabilið 2008 þar sem Keflavík var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hörður lék með Keflavík til 2017 ef frá er talið eitt tímabil í Val. Síðustu tvö ár hefur Hörður leikið með Reyni í Sandgerði. Hörður hefur leikið 189 leiki í efstu deild og skorað 58 mörk. Hann hefur einu sinni orðið bikarmeistari. Patrick Pedersen (fæddur 1991) er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið á Íslandi. Hann hóf ferilinn með Vendsyssel í heimalandinu (Danmörku) en kom fyrst til Íslands 2013 þegar hann var lánaður til Vals seinni hluta tímabils. Hann lék svo með Val 2014 og 2015. Síðara tímabilið varð hann bikarmeistari og markakóngur. Pedersen gekk í raðir Vålerenga í Noregi 2016 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017 og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Tímabilið 2018 varð Pedersen aftur Íslandsmeistari með Val, markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar. Eftir stutt stopp hjá Sheriff Tiraspol í Moldóvu kom hann aftur til Vals um mitt síðasta tímabil. Pedersen hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur tvisvar sinnum orðið markakóngur efstu deildar (2015 og 2018). Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Ný þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Hún nefnist Topp 5 og er í umsjá Guðmundar Benediktssonar. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Baldur ræða um mark sem hann skoraði fyrir Keflavík í leik gegn FH 2006. Klippa: Topp 5 - Baldur Sig Baldur Sigurðsson (fæddur 1985) hefur verið í hópi bestu leikmanna efstu deildar á Íslandi um langt árabil. Hann er úr Mývatnssveit en hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi á Húsavík. Árið 2005 gekk Baldur í raðir Keflavíkur þar sem hann lék í þrjú ár. Hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2006. Eftir tvö ár hjá Bryne í Noregi fór Baldur til KR 2009. Hann lék með KR í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Baldur fór til SønderjyskE í Danmörku 2015 og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór til Stjörnunnar. Hann varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2018. Baldur svo í raðir FH í vetur. Baldur, eða Smalinn eins og hann er oft kallaður, hefur leikið 251 leik í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Baldur skoraði í bikarúrslitaleikjunum 2006, 2011 og 2012. Baldur hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hörður Sveinsson (fæddur 1983) er Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu nánast allan sinn feril. Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og skoraði í úrslitaleiknum gegn KA. Tímabilið 2005 fékk Hörður bronsskóinn og var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Eftir það fór hann til Silkeborg í Danmörku. Eftir að hafa leikið þar og með Tromsø í Noregi kom hann heim fyrir tímabilið 2008 þar sem Keflavík var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hörður lék með Keflavík til 2017 ef frá er talið eitt tímabil í Val. Síðustu tvö ár hefur Hörður leikið með Reyni í Sandgerði. Hörður hefur leikið 189 leiki í efstu deild og skorað 58 mörk. Hann hefur einu sinni orðið bikarmeistari. Patrick Pedersen (fæddur 1991) er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið á Íslandi. Hann hóf ferilinn með Vendsyssel í heimalandinu (Danmörku) en kom fyrst til Íslands 2013 þegar hann var lánaður til Vals seinni hluta tímabils. Hann lék svo með Val 2014 og 2015. Síðara tímabilið varð hann bikarmeistari og markakóngur. Pedersen gekk í raðir Vålerenga í Noregi 2016 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017 og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Tímabilið 2018 varð Pedersen aftur Íslandsmeistari með Val, markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar. Eftir stutt stopp hjá Sheriff Tiraspol í Moldóvu kom hann aftur til Vals um mitt síðasta tímabil. Pedersen hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur tvisvar sinnum orðið markakóngur efstu deildar (2015 og 2018).
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira