Teiknaði upp tíu sviðsmyndir af fótboltasumrinu: „Væri hissa ef þetta rennur smurt í gegn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Birkir fer yfir hvernig fótboltasumarið 2020 muni fara fram. vísir/s2s KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira