Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 18:30 Útibú Landsbankann í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var neikvæð um 5,9% á ársgrundvelli, samanborið við arðsemi upp á 11,2% á sama tímabili 2019. Hreinar vaxtatekjur voru 9,4 milljarðar króna samanborið við 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið á undan, sem er 8% lækkun milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 2,0 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6% frá sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 námu 3,4 milljörðum króna, samanborið við 15,0 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 8 milljarða króna samanborið við tekjur upp á 2,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 488 milljónir á milli tímabila og nam 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 7,2 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Það er lækkun um 6,8%. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/vilhelm Þar af var launakostnaður 3,8 milljarðar króna samanborið við 3,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 2,4 milljarðar króna samanborið við 2,5 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 4,4% frá áramótum, eða um rúma 50 milljarða króna en þar af voru um 33 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 47 milljarða króna frá áramótum, sem er 6,7% aukning. Ekki útséð um endanleg áhrif faraldursins Eigið fé Landsbankans var 244,1 milljarður króna þann 31. mars sl. og eiginfjárhlutfallið var 24,8%. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 22. apríl 2020, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða ekki arð vegna rekstrarársins 2019. Í tilkynningu segir að það hafi verið gert í ljósi efnahagslegrar óvissu vegna kórónuveirufaraldursins og í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands. Arðgreiðslustefna bankans er óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankans numið 142 milljörðum króna. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningu að uppgjör bankans og viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs endurspegli greinilega þau áhrif sem faraldurinn hefur haft á efnahagslíf landsins. Til þessa hafi tæplega 1.250 einstaklingar og fjölskyldur frestað greiðslum á íbúðalánum um sex mánuði. Þá hafi yfir 600 fyrirtæki sótt um að fresta afborgunum. „Ekki er útséð um endanleg áhrif faraldursins. Þó má telja líklegt að minni tekjur viðskiptavina og aukin skuldsetning muni hafa neikvæð áhrif á lánshæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virðisrýrnunar útlána. Landsbankinn er í góðri stöðu til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Lilja í tilkynningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15 „Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. 6. maí 2020 18:15
„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“ Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. 3. maí 2020 15:30