Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:49 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að byggja verði fjölbreyttara atvinnulíf á svæðinu. Vísir/EinarÁ Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira