Guðjón Valur búinn að fá fyrsta leikmanninn til Gummersbach Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2020 16:30 Raul Santos hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár. Hann fær nú tækifæri til að komast í sitt gamla form undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að fá sinn fyrsta leikmann til Gummersbach eftir að hann tók við þjálfun liðsins. Sá heitir Raul Santos og er austurrískur landsliðsmaður. Hann leikur í vinstra horninu, sömu stöðu og Guðjón Valur lék á sínum ferli. Santos, sem er 27 ára, þekkir vel til hjá Gummersbach en hann lék með liðinu á árunum 2013-16. Hann sló í gegn hjá Gummersbach og gekk í kjölfarið í raðir stórliðsins Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfaði. Undanfarin ár hefur leiðin legið niður á við hjá Santos. Eftir tvö tímabil hjá Kiel fór hann til Leipzig. Í vetur skoraði hann aðeins tólf mörk í sautján leikjum með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. „Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir Raul. Við viljum gefa honum tækifæri til að ná aftur fyrr styrk og erum fullvissir um að það takist,“ sagði Christoph Schindler, framkvæmdastjóri Gummersbach, í frétt á heimasíðu félagins. Santos skrifaði undir tveggja ára samning við Gummersbach. Þar hittir hann fyrir félaga sína í austurríska landsliðinu, Janko Bozovic og Alexander Hermann. Gummersbach endaði í 4. sæti þýsku B-deildarinnar á síðasta tímabili. Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur tekur við Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08. 3. maí 2020 20:02 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að fá sinn fyrsta leikmann til Gummersbach eftir að hann tók við þjálfun liðsins. Sá heitir Raul Santos og er austurrískur landsliðsmaður. Hann leikur í vinstra horninu, sömu stöðu og Guðjón Valur lék á sínum ferli. Santos, sem er 27 ára, þekkir vel til hjá Gummersbach en hann lék með liðinu á árunum 2013-16. Hann sló í gegn hjá Gummersbach og gekk í kjölfarið í raðir stórliðsins Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfaði. Undanfarin ár hefur leiðin legið niður á við hjá Santos. Eftir tvö tímabil hjá Kiel fór hann til Leipzig. Í vetur skoraði hann aðeins tólf mörk í sautján leikjum með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. „Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir Raul. Við viljum gefa honum tækifæri til að ná aftur fyrr styrk og erum fullvissir um að það takist,“ sagði Christoph Schindler, framkvæmdastjóri Gummersbach, í frétt á heimasíðu félagins. Santos skrifaði undir tveggja ára samning við Gummersbach. Þar hittir hann fyrir félaga sína í austurríska landsliðinu, Janko Bozovic og Alexander Hermann. Gummersbach endaði í 4. sæti þýsku B-deildarinnar á síðasta tímabili.
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur tekur við Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08. 3. maí 2020 20:02 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30
Guðjón Valur tekur við Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson tekur við liðinu sem hann lék með á árunum 2005-08. 3. maí 2020 20:02