Arion og Íslandsbanki tapa milljörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 18:15 Arion banki tapaði tæpum 2,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020. Vísir/vilhelm Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þá tapaði Arion banki tæpum 2,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. Útlán jukust um 2,7% Í uppgjöri Íslandsbanka segir að arðsemi eiginfjár hafi verið neikvæð um 3% á ársgrundvelli samanborið við 5,9% á sama tímabili í fyrra. Þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi en var 7,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði stjórnunarkostnaður bankans um 8,4% milli ára og nam 5,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,7% á tímabilinu og voru 924 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2020. Ný útlán voru 57 milljarðar króna ársfjórðungnum samanborið við 51 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Endurfjármögnuð lán voru 16 milljarðar króna. „Breytingin er að mestu tilkominn vegna veikingar íslensku krónunnar eða 20,8 ma. kr,“ segir í uppgjöri Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/vilhelm Þá segir einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið. Heildareiginfjárhlutfall bankans sé einnig sterkt, eða 21,9% í lok mars. „Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall var samþykkt á aðalfundi Íslandsbanka að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jafnframt var samþykkt að stjórn bankans mætti kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu 2020 þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu að arðsemi eigin fjár sé „undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.“ Hætta við arðgreiðslu Kórónuveirufaraldurinn litar einnig afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að afkoma af áframhaldandi starfsemi samstæðu Arion banka á fjórðungnum hafi verið neikvæð um sem nemur 1.282 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 4.6% og neikvæð um 2.7% af áframhaldandi starfsemi. Á sama tímabili 2019 var afkoma Arion banka jákvæð sem nemur 1.018 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 2.1%. Heildareignir námu 1.188 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 9,4% frá áramótum en bankinn hefur lagt áherslu á innlán í fjármögnun sinni. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.Arion banki Heildareigið fé í lok mars nam 184 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019 en lækkunin er einkum tilkomin vegna áframhaldandi kaupa á eigin bréfum bankans á fyrsta ársfjórðungi 2020, að því er segir í tilkynningu. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka lagði stjórn Arion banka til að ekki verði af fyrirhugaðri arðgreiðslu vegna ársins 2019 í ljósi kórónuveirufaraldursins og tilmæla Seðlabanka Íslands þar að lútandi. „Sú ákvörðun verður til þess að tillaga um 10 milljarða króna arðgreiðslu, sem lá fyrir í árslok 2019, hefur ekki lengur áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni samstæðunnar,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka að eiginfjár- og lausafjárstaða bankans sé óvenju sterk og 27,5% eiginfjárhlutfall bankans hærra en nokkru sinni. „Þriðjungur af eigin fé bankans, eða um 63 milljarðar króna, er umfram lögboðið lágmark og er bankinn því vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 samanborið við 2,6 milljarða króna hagnað fyrsta ársfjórðung ársins 2019. Þá tapaði Arion banki tæpum 2,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var afkoman jákvæð um sem nemur rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árshlutauppgjörum bankanna sem bæði voru birt nú síðdegis. Útlán jukust um 2,7% Í uppgjöri Íslandsbanka segir að arðsemi eiginfjár hafi verið neikvæð um 3% á ársgrundvelli samanborið við 5,9% á sama tímabili í fyrra. Þá voru hreinar vaxtatekjur 8,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi en var 7,9 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þá lækkaði stjórnunarkostnaður bankans um 8,4% milli ára og nam 5,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Útlán til viðskiptavina jukust um 2,7% á tímabilinu og voru 924 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs 2020. Ný útlán voru 57 milljarðar króna ársfjórðungnum samanborið við 51 milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Endurfjármögnuð lán voru 16 milljarðar króna. „Breytingin er að mestu tilkominn vegna veikingar íslensku krónunnar eða 20,8 ma. kr,“ segir í uppgjöri Íslandsbanka. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Vísir/vilhelm Þá segir einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk, bæði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum, og umfram kröfur eftirlitsaðila sem og innri viðmið. Heildareiginfjárhlutfall bankans sé einnig sterkt, eða 21,9% í lok mars. „Þrátt fyrir langtímastefnu Íslandsbanka hf. um 40-50% arðgreiðsluhlutfall var samþykkt á aðalfundi Íslandsbanka að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna ársins 2019 í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Jafnframt var samþykkt að stjórn bankans mætti kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á árinu 2020 þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kynni að vera lögð fram,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningu að arðsemi eigin fjár sé „undir markmiði sem skýrist af aðstæðum í kjölfar COVID-19 faraldursins sem eiga sér enga hliðstæðu.“ Hætta við arðgreiðslu Kórónuveirufaraldurinn litar einnig afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir einnig að afkoma af áframhaldandi starfsemi samstæðu Arion banka á fjórðungnum hafi verið neikvæð um sem nemur 1.282 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var neikvæð um 4.6% og neikvæð um 2.7% af áframhaldandi starfsemi. Á sama tímabili 2019 var afkoma Arion banka jákvæð sem nemur 1.018 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 2.1%. Heildareignir námu 1.188 milljörðum króna í lok mars 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 9,4% frá áramótum en bankinn hefur lagt áherslu á innlán í fjármögnun sinni. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.Arion banki Heildareigið fé í lok mars nam 184 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019 en lækkunin er einkum tilkomin vegna áframhaldandi kaupa á eigin bréfum bankans á fyrsta ársfjórðungi 2020, að því er segir í tilkynningu. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka lagði stjórn Arion banka til að ekki verði af fyrirhugaðri arðgreiðslu vegna ársins 2019 í ljósi kórónuveirufaraldursins og tilmæla Seðlabanka Íslands þar að lútandi. „Sú ákvörðun verður til þess að tillaga um 10 milljarða króna arðgreiðslu, sem lá fyrir í árslok 2019, hefur ekki lengur áhrif til lækkunar á eiginfjárgrunni samstæðunnar,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra Arion banka að eiginfjár- og lausafjárstaða bankans sé óvenju sterk og 27,5% eiginfjárhlutfall bankans hærra en nokkru sinni. „Þriðjungur af eigin fé bankans, eða um 63 milljarðar króna, er umfram lögboðið lágmark og er bankinn því vel í stakk búinn til að takast á við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira