Maðurinn sem keypti Gylfa vill frekar starf í Japan en að snúa aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 13:00 Andre Villas-Boas þakkar hér Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu hans í leik með Tottenham á gamla White Hart Lane. Getty/Tim Parker Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira