Matip rifjaði upp áhrifaríka ræðu Klopp fyrir leikinn gegn Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 08:30 Klopp og Matip fallast í faðma eftir sigurinn á Börsungum. vísir/getty Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020 Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira