Ýmsar skattabreytingar um áramótin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 00:00 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins. Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20