Sport

Hroka­gikknum mis­tókst að komast í úr­slit og Van Gerwen af­greiddi Aspinall

Anton Ingi Leifsson skrifar
Price sést í bakgrunni niðurlútur.
Price sést í bakgrunni niðurlútur. vísir/getty

Það verða Peter Wright og heimsmeistarinn Michael van Gerwen sem mætast í úrslitaleiknum á HM í pílu sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum á nýárskvöld.

Fyrri leikur kvöldsins var á milli Peter Wright og Gerwyn Price. Gerwyn Price hafði farið mikinn í fjölmiðlum og baksviðs fyrir viðureignina og var grunnt á því góða á milli þeirra.

Það fór svo þannig að Peter vann 6-3 sigur á Price sem þakkaði ekki einu sinni Peter fyrir leikinn heldur gekk strax baksviðs.

Peter sendi honum svo tóninn í viðtali eftir leikinn en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn sem Peter kemst í síðan 2014.







Síðari leikurinn var á milli Nathan Aspinall og heimsmeistarans Michael van Gerwen. Þeir skiptust á að vinna fyrstu fjögur settin og allt var jafnt eftir þau, 2-2.







Þá steig Hollendingurinn og heimsmeistarinn á bensíngjöfina og vann tvö næstu sett og kom sér í þægilegra stöðu.

Aspinall var þó ekki af baki dottin. Hann minnkaði muninn í 4-3 en þá vann Gerwen þrjú sett í röð og tryggði sér 6-3 sigur.

Þetta er í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum sem Hollendingurinn kemst í úrslitaleiknin en að sjálfsögðu verður úrslitaleikurinn í beinni útsendingu á miðvikudagskvöldið.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×