Næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2019 13:14 Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum. Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira