Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 14:32 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Tillaga um að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, verði settur í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við meðferð fjögurra mála var tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. Kristján Þór gaf það út í nóvember að hann hygðist segja sig frá málum tengdum Samherja, kæmu þau inn á hans borð, eftir að fjallað var um málefni fyrirtækisins í Namibíu. Kristján Þór sat í stjórn Samherja fyrir nær tveimur áratugum en komið hefur fram að hann var staddur á skrifstofu Samherja árið 2014 og kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja. Kristján segist hafa verið staddur á skrifstofunni fyrir tilviljun.Sjá einnig: Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að tvö málanna sem hér um ræðir séu mál Samherja fiskeldis ehf. Hið fyrra er vegna stjórnsýslukæru félagsins, frá 28. nóvember 2019, vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um að synja um útgáfu rekstrarleyfis til fiskeldis á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Hið síðara er vegna umsóknar félagsins, dagsett sama dag, um rekstrarleyfi til bráðabirgða til starfrækslu fiskeldisstöðvar á Núpsmýri í Öxarfirði í Norðurþingi. Þriðja málið er mál Samherja Íslands ehf. vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 9. nóvember 2018 vegna ákvörðunar Fiskistofu um að veita útgerðinni skriflega áminningu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá hefur Kristján Þór einnig sagt sig frá máli Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er í eigu Samherja, vegna stjórnsýslukæru félagsins frá 26. október 2018, vegna ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu leyfis til veiða í atvinnuskyni í tiltekinn tíma á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendi í vikunni upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars var óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs í málum er tengjast Samherja. Upplýsingabeiðnin er liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Kristján Þór sagði strax árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17. desember 2019 18:59
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30